19.6.2007 | 14:26
Til hamingj kæru kven-MENN en munið gengnar kynsystur.
Konur halda upp á 19. júní og er það vel. Sá dagur er einmitt kjörinn til, að láta hugann reika aftur til þeirra kvenna, sem börðust gegn straumi þeirra hugmynda sem þá réðu ríkjum.
Okkar konur höfðu þó eitt í vopnabúri sínu, sem kynsystur þeirra áttu ekki í öllum löndum álfunnar. Formæður þeirra höfðu þá stöðu, að ekkert þótti við það athguandi, að þær réðu fyrir búum eða væru formenn á skipum þess tíma. Mér fynst stundum, að þetta gleymist í umræðunni um kvenréttindi. Í okkar menningu var það meitlað, að hver var dæmdur að verðleikum en ekki eftir því hvort um var að ræða karll eða kven menn, á alla var litið sem menn.
Nútímakonur leita miklu frekar að fyrirmyndum til útlanda, sérlega Svíþjóðar þegar jafnréttisumræðan er á baugi. ÞEtta finst mér nánast móðgun við formæður mínar fyrir vestan og víðar. Þær létu ekkert eftir í sinni umsýslu um lausa aura eða fé annað.
Hugheilar árnaðaróskir
Miðbæjaríhaldið
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.