,,Frétt" á stöð tvö eða umfjöllun.

Hlustaði á síðdegisútvarpið á Stöð 2 í gær.  Stjórnendurnir tóku fyrir hækkun á pallaefni hjá Húsasmiðjunni og raunar undirliggjandi líka hjá Byko.  Talað við framkvæmdastjórann og hafði hann skýringar á reiðum höndum, of mildir vetur í Rússíá og því ekki hægt að flytja bolina úr skógum þeirra, þar af leiddi stórfelld hækkun á hrávöru í timbri.  Tók fram, að harðviður hefði ekki hækkað eins mikið.

Allt hljómaði þetta líklega hjá honum.  Þar sem ég hef ekki samanburð frá útlendum kaupmönnum í timbri, gat ég tæplega farið að efast um sannleiksgildi frómrar frásagnar forstjórans eða var þetta framkvæmdastjórinn, -ekki viss. 

Við hjónin töluðum um þessa vá sem að okkur steðjaði vegna hlýnun ar loftslags á jörðinni, fátækir bændur sem áður þurftu að kljást við Sovétið, þurfa nú að berjast í illafrosnum jarðvegi og veðst þar að líkum allt upp í drullu og ófæru.  Bolirnir fínu, rotna og fúna næsta sum ar og frjósa svo auðvitað fastir í haust öngum til nota, nema skógardýrunum til skjóls.

Allt í einu laust niður í kollinum spurningu, sem ég gat auðvitað ekki fram borið, þarna í undirstöðum verðandi Sumarbústaðar.  HVERNIG MÁ ÞAÐ VERA, AÐ TIMBURHÚSGÖGN ÚR FURUR OG ÖÐRU HRÁVIÐI, Í IKEA HAFI EKKI HÆKKAÐ TIL JAFNS VIÐ PALLATIMBUR HÚSKÓ???????????????

 Töluðum drykklanga stund um þetta við hjónin en höfðum ekki svörin á reiðum höndum, frekar en endranær í aðskiljanlegum ástæðum hækkana hérlendis, þegar sambærilegar vörur, svo sem sláttuvélar og litlir traktorar, lækka í USA.

Jumm og já, það kvað erfitt að reka business á Íslandi, að ekki sé talað um byggingavörubransann, hvar allt er á uppleið í verði, bæði tilbúið, lóðir og hvaðeina.

Miðbæjaríhaldið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Þetta eru stjórnmál eða hvað.  Ekki sé ég þessa erfiðleika í business á Íslandi. Allir að kaupa og selja, burtséð frá verði.  Eldsneyti hækkar og hækkar, þökkum stríðsrekstri stórveldanna.  Takk fyrir að vilja vera bloggvinur minn, mér finnst svo gaman að vera ósammála þér.  Les bloggið þitt og er nánast alltaf á annarri skoðun, ef ekki, þá geri ég mér hana upp.

Austurbæjarkomminn

Ingibjörg Friðriksdóttir, 27.6.2007 kl. 20:28

2 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Sæll Bjarni

Gleymdi að segja þér frá því,  að ég sendi þér tóninn á blogginu hennar.

http://gudridur.blog.is/blog/gudridur/

Ingibjörg Friðriksdóttir, 27.6.2007 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband