29.6.2007 | 12:09
Eru menn nokkuð að grínast?
Samkvæmt fréttum er eitt flugfélag, að fara fram á lóð undir flugstöð við Rvíkurflugvöll.
Er völlurinn ekki á förum?
Ætlast men til þess, að borgarbúar haldi áfram að greiða allan þann herkostnað, sem lega hans í Vatnsmýrinni kostar borgarbúa?
Eru menn virkilega að ganga af göflunum? Ætla menn að setja í bið það háskólasvæði, sem gæti þarna risið?
Ætla menn virkilega að kma í veg fyrir samkeppnisgetu Íslands við útlönd þar sem Háskólahverfi er einn mikilsverðasti grunnur til að veita viðnám til að halda unga fólkinu hérlendis.
Svo er annar flötur á þessu. Samkeppni í innanlandsfluginu kvað hafa sett felög á hausinn hvert af öðru og Flugfélag Íslands hefur vælt út bæði óbeinan stuðning sem hreina styrki vegna lélegrar afkomu í innanlandsfluginu.
Svo er annað, Ríkið greiðir niður rekstur þess félags sem er nú nánast einrátt í innanlandsfluginu, það þýðir auðvitað, að við erum að greiða niður fargjöld túrista. Gersamlega óþolandi með öllu.
Miðbæjaríhaldið
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það var aldrei, að við fyrrum nágrannarnir yrðum sammála.
EIns og talað úr mínum munni, ég vil færa flugið til Keflavíkur. Reyndar er innanlandsflugið alltof dýrt, og ég held að það fari að leggjast af í þeirri mynd sem það er nú, allvega vil ég flugið burt úr Vatnsmýrinni og hana og hænu nú.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 29.6.2007 kl. 13:51
Heill og sæl Barni.
Reykjavíkurflugvöllur á að vera á sínum stað. Ég get ekki skilið þessi rök þín að að flugvöllurinn raski samkeppnistöðu við útlönd. Svo ég tali ekki um þetta háskólamunstur þitt.
Varandi byggingar á háskólum eiga að dreifast víðvegar um borgina sem dæmis í Grafarvogi. Það er mjög óholt fyrir okkur íslendinga að stefna háskólafólki á einn stað.
Varðandi að greiða niður innanlandsflug, kemur ekki til greina að greiða niður innanlandsflug að minni hálfu.Samkeppni þarf að vera virk í þessum málum eins og í öðrum málum.
Mér virðist þú styðja þessa gróðapunga Arkitekta, Byggingarvertaka. eins og ég nefni. Menn sem sölsa allt undir sig í skjóli peninga. Þú hugsar ekki hvað þetta myndi hafa í för með sér. Þá er átt við kostnað sem af þessu hlýst.
Reykjavíkurflugvöllur á að vera á sínum stað. þess vegna tek ég undir með þessu nýa flugfélagi sem vill auka þessa þjónustu við okkur Íslendinga. Frábær hjá þeim.
Veitum þessu nýa flugfélagi brautargengi með því að veita þeim að byggja aðstöðu fyrir sig og sína á Reykjavíkurflugvelli. Látum ekki öfgasamtök og forsjáhyggju stöðva framfarir í þessu landi.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 1.7.2007 kl. 15:08
Ósköp finnst mér þú vera forstokkaður Bjarni minn á eðli samgangna. Og ert sjálfur búinn að flytjast á mölina frá Tálknafirði og væntanlega farið um Reykjavíkurflugvöll í því ferli. Hvað höfum við Háskólaborgara að gera ef ekki eru greiðar samgöngur með afurðir þeirra til útlanda. Við eigum að lifa á bókvitinu þeirra sem fer í askana okkar hinna í gegnum bréfaguttana.
Viltu ekki fylla uppí Reykjavíkurtjörn og byggja þar og í Hljómskálagarðinum fyrst áður en þú lokar endilega flugvellinum.Já og í Gamla kirkjugarðinum, og gleymdu ekki heldur Laugardalnum með þeim massa af góðu byggingarlandi undir blokkir.
Veistu það að alvöru bísnessmenn íslenzkir eiga 10 einkaþotur sem þeir gera út frá Reykjavík. Einn þeirra segir blákalt að innan 10 ára verði þær 100 talsins. Til hvers erum við þá með alla þessa starfsemi í Reykjavík. Getur ekki flest af henni alveg eins verið í Keflavík ? Til hvers erum við með Reykjavík sem höfuðborg ? Vegna Sundlauganna í Laugardal ?Austurvallar og Alþingishússins ? Við í Kópavogi til dæmis gerum okkur fá erindi inn til Reykjavíkur ef við getum losnað við þau. Enda fæst flest utan Reykjavíkur. Svo hver þarf á Reykjavík að halda ?
Af hverju býrð þú ekki lengur á Tálknafirði ?
Halldór Jónsson, 1.7.2007 kl. 22:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.