4.7.2007 | 14:10
Gerast leikföng stórkarlaleg.
Sá í Fréttablaðinu, umfjöllun um þyrluflugsæfingar forstjóra Samvinnufélags nokkurs eða fyrrum slíks, sem er að dunda sér við þyrluflug. Þeir sem einna helst verða fyrir barðinu á æfingum hans á þessu nýja þarfaþingi sínu, eru nágrannar hans, sem mér skilst, að eru náskyldir ættingjar eiginkonu hans.
Núna um síðustu helgi, var þessi hluti ættboga konu hans, að halda uppá fermingu, að vísu síðbúin veisla en veisla samt og þar á bæ tóku menn það til bragðs, að skella svona nokkurskonar ættamóti upp, vel til fundið, þar sem veður var dásamlegt og neyttu þau færis og héldu teitið í tjaldi nokkuð miklu.
Þar inni heyrðist ekki mannsins mál, þar sem Ólafur hinn digri forstjóri, tók þyrlu sína til kostanna og æfði stíft hoover og hallandi flug. Samkvæmt viðtali við hann, segir hann þessa nágranna sína og hann elda silfur grátt saman í dómsölum. Að því tilefni, kíkti ég á netið og fann, að hann hafi farið nokkuð halloka í þeim salarkynnum og því vill hann auðvitað hefna þess í héraði sem illa fór á Alþingi, sem var háttur stórlyndra héraðshöfðingja, hér áður, þegar enn voru tilhneigingar stórbokka, að sýna á sér breiddina við almúgann.
Kona nokkur í þættinum í Bítið, Kolbrún Björnsdóttir, gerði þetta að umtalsefni í þætti sínum. Hún flissaði eins og fermingarstelpa yfir því, hvað Ólafur væri flottur að eiga svona stóra þyrlu, nánast jafnstóra og Ríkissjóður á bágt með að kaupa. Gerði grín að fólkinu, sem voru í fermingarveislunni og að einhverjir væru að kvarta yfir því, að flugið fældi búfé, bæði rolur (en á þessum tíma er viðkvæmt sambandið milli áar og lambs og undanvillingar eiga litla lífsvon, fælist þau undan ,,móður" sinni.) og hestar með krakka á baki. Fannst þetta lið giska púkó og lítið spennandi nöldurseggir og öfundarmenn.
Vonandi hleypir enginn upp fermingarveislum, sem þessi góða kona á vonandi eftir að halda börnum sínum.
Svo lauk Ólafur viðtalinu með lýsandi hætti. Hann spurði hvort hann þyrfti að hringja eitthvað í menn, til að lenda á Rvíkurflugvelli. Gelgjulegt orðfæri, svo ekki sé meira sagt. Talar eins og ofdekraður unglingur, sem ekki hefur enn lært að setja sig í spor annarra með tillitssemi.
Á hinn bóginn er virkilega gaman að því, að Samvinnufélögin haldi forstjóra sína svo vel, að þeir geti eignast svona þing sem þyrlur eru. Það þýðir auðvitað, að hann er á mun betri launum en faðir hans sem var Kaupfélagsstjóri í Borgarnesi.
Segið svo, að ekki séu framfarir á landi voru.
Miðbæjaríhaldið
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Heill og sæll, Bjarni !
Þakka þér afburðagóða grein. Nákvæm lýsing þín, á manni, hvörjum hlotnazt hefir veraldlegur auður, þó ei lítilþægari en svo, að hann sendir nágrönnum sínum; sem öðrum tóninn, með flími og skensi. Svona hortittir eru bezt komnir, í glaum samnefnara sinna, úti í heimi. Höfum ekkert, með svona sérgæðinga og oflátunga að gjöra; hér úti á Íslandi.
Með beztu kveðjum / Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.7.2007 kl. 14:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.