Viðurkenning skipbrots Kvótakerfis.

 

Nú liggur það ljóst fyrir, viðurkennt og undirskrifað, að núverandi Kvótakerfi hefur ekki náð tilætluðum árangri í nokkru því, sem skiptir máli fyrir framvindu auðlindarinnar í sjónum.

 Ekki hefur náðst neinn árangur við ætlað uppbyggingarstarf á stofnunum við landið, ekki hefur náðst að heldur, neinn árangur í að tryggja byggð og viðgang byggða sem búa einna helst að sjávarnytjum.

Ónýtt kerfi sem hvergi nær árangri ætti að henda á hauga sögunnar og snúa sér að mótun annars kerfis, sem ætla mætti að næði utanum þyrrum sett markmið um hagsæld og framvindu.

Nú er komið allt það fram, sem við andstæðingar Kvótasetningar botnfiskafla og veiðistýringakerfis, sem á því byggðist.

Kalt verður við kórbak, nú næsta Þorra.  Þá mun Mörsugur vera búinn að sjúga úr mönnum allan mör og útgerðir far að safnast til uppboða, sakir ófeitis.  Lítið mun upp í kröfur fást, þar sem öngvir verða til, að bjóða á móti peningastofnunum, nema ef vera kynni stórútgerðin, sem vomir nú yfir máttminni útgerðunum og hlusta vel eftir hryglunni, sem mun koma úr börkum forráðamanna þeirra minni útgerða, sem eru jafnvel skuldsett.

Af hverju kemur sagan Ven die Haifiche menchen veren, hvar líkingamáli var beitt á háfiskana (Hákarlana) sem myndu sannfæra litlu fiskana um, að synda uppí kjafta sína, væru Háfarnir menn.

Svo eru það svokallaðir ,,Mótvægisaðgerðir"  mann setur hljóðan.  Bættar samgöngur,--með því að rjúfa enn frekar þann frið sem skapa átti milli Landsbyggðar og Höfuðborgarsvæðis, með lagningu Sundabrautar, verður slegin af og vegabætur úti á landi látnar í forgang,--enn og aftur, skítt að ekki finnast fleiri galin göng á borð við Héðinsfjarðargöng, því þá hefðu menn auðvitað sett þau í forgrunn.  Ætli menn fari ekki að röfla nú um Vaðlaheiðagöng, eins og þau komi utgerðabæum fyrir vestan og austan eitthvað til góða.

Síðan er auðvitað sífrað um stóraukna sókn í túrisma, hver er LÁGLAUNAATVINNUGREIN.  Semsagt, gulltryggja á, að Landsbyggðin og þá sérílagi Vestfirðir verði fest sem ALGERT LÁGLAUNASVÆÐI HVAR ALLIR VERÐI JAFNIR Í ÖRBIRGÐ.

Hláleg viðbrögð og fyrirsjáanleg.

Öngvir græða á þessu til lengdar, nema stórútgerðin og svo bankarnir.

Tóku menn eftir því, að K(G)B banki,--hmmm,- afsakið, Kaupþing, stórhækkuðu vexti á verðtryggum lánum hjá sér?  Hví skyldu þeir þurfa að gera það, banki sem býr við algert góðæri og met hagnað?  Gæti verið, að ,,Heimamarkaðurinn" þurfi að greiða fyrir stórgróðann?

Nei þetta lið kemur óorði á frjálsan markað, líkt og rónarnir á blessað Brennivínið.

Fer að endurskoða stuðning við Flokkinn, ef menn þar á bæ fara nú ekki að lesa aftur hinar gömlu og haldgóðu stefnuskrár okkar, hvar frelsi eins mátti ekki verða helsi neins.

Miðbæjaríhaldið

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Magnússon

Ágæti Bjarni ég er sammála þér. Þú átt þegar í stað að taka þá ákvörðun að yfirgefa Flokkinn og leggja okkur Frjálslyndum lið. Þú talar og skrifar eins og við gerum og höfum gert. Þú ert greinilega sammála okkur í kvótamálinu og síðan virðist mér þú líka eins og við neita að samþykkja endalaust okur á almenning. Það er alveg glórulaust að ætla að hækka vexti á verðtryggðum lánum yfir 5% eins og KB banki er að boða. Þá bendi ég þér á að ríkisstjórnin með félagsmálaráðherra í broddi fylkingar tók þá ákvörðun um daginn að skerða lánshlutfall úr íbúðarlánasjóði til að draga úr þenslunni hét það. Hvaða þenslu? Þetta gerir landsbyggðarfólki sérstaklega erfitt fyrir að breyta til.

Hvaða glóra er í því ágæti Bjarni að þú sem Miðbæjaríhald styðjir við sósíalískar ráðstafanir ríkisstjórnar sem vill ekki nýta kosti markaðshagkerfisins í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.

Jón Magnússon, 6.7.2007 kl. 14:20

2 Smámynd: Hreiðar Eiríksson

Snorri í Betel hefur, á heimasíðu sinni, gefi skýringar á hruni fiskistofnanna.  Hann segir að hrunið séu fjötrar sem lagðir hafa verið á mannkynið sem hafi óhlýðnast boði Guðs og neitað að taka á móti Kristi.  Hann nefnir sem dæmi að þjóðfélagið hafi samþykkt lög sem andstæð eru vilja guðs og prestar hafi farið of jákvæðum orðum um samkynhneigð.  Hér mun vera komin skýring á ástandi fiskistofnanna, þetta er hommum að kenna og því að við höfum ekki hatað þá nægilega og ofsótt.  Þetta hefur ekkert með kvótakerfið eða ofveiði að kenna.

Auðvitað væru skoðanir af þessu tagi broslegar ef þær væru ekki of fyrirlitlegar til að geta verið aðhlátursefni.  Þær eru dæmi um það hvernig menn nýta sér ógæfu, sem dynur yfir aðra, til að hossa sínum eigin málsstað, sjálfum sér til upphefðar.

Ekki veit ég hverju hrun fiskistofnanna er að kenna.  Það getur verið að kvótakerfið sé ekki orsakavaldurinn því að stjórnmálamenn hafa aldrei fylgt ráðgjöf vísindamanna hvað varðar aflamagn.  Ef stofnarnir koma ekki upp, eftir að farið er að gera það, hljóta menn meðal annars að þurfa að skoða veiðistýringarkerfið.

Kvótakerfið hefur þó þann kost, að mínu mati, að það setur verðmiða á auðlindina.  Gjaldið sem útgerðarmaður greiðir fyrir aflahlutdeildina, ræðst af sjaldgæfni fisksins í sjónum og leggst ofan á það gjald sem neytandinn borgar fyrir fiskinn.  Þannig er kominn verðmiði á náttúruna, eitthvað sem sárlega vantar á ýmsum öðrum sviðum nýtingar náttúruauðlinda.

Mér þykir verst að fyrirkomulag pólitískra umræðna er með því sniði að um er að ræða átök milli flokka og persóna en ekki ábyrgðarfull og einlæg leit að bestu mögulegu niðurstöðunni.  Áherslan verður öll á að finna eitthvað athugavert hjá keppinautunum og að reyna að lyfta sér í áliti almennings.  Með því móti er harla ólíklegt að hagstæð niðurstaða náist.

Hreiðar Eiríksson, 12.7.2007 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband