Vaknið umhverrfissinnar, umhverfismatið upp, Hekla rumskar!!

Var að lesa í einu dagblaðana, að hún Hekla gamla sé orðin ,,heit" og svitinn perli af hennar brá.  Snjórinn bráðinn af kolli hennar og allt getur gerst, hún semsagt til í tuskið. 

Nú verða menn að bregðast fljótt við.  Krefjast  verður þess, að Hekla fari í umhverfismat með áætlað gos.  Menn vita vel, að mengun frá eldfjöllum er mikil, já, það mætti segja, að varla er til á Jörðu hér, meiri umhverfissóðar.

Hekla ætlar sumsé, að gjósa upp ógrynni af Gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið og á ekki einusinni kvóta fyrir þessu.

Hekla ætlar að spú ösku og eimyrju upp svo að nánast myrkri á miðjum degi.  Allt svifryk á landi voru, er sem hjóm við hliðina á því skýi sem gæti upp komið.

Hekla ætlar að valda óafturkræfum breytingum á umhverfi sínu, með því að frá henni getur runnið hraun, --yfir FRIÐAÐ hraun.  Hraun, sem bænum hefur verið bannað að mylja undir sig í undirlag vega og dreningar frá húsum sínum. 

Hekla ætlar semsagt að fara fram með algerlega óábyrgum hætti, án tillits til, né samráðs við hagsmunaaðila.

Hekla hótar mínum trjátítlum öllu illu, að mér fornspurðum, gæti orðið svo, að uppgræðsluvinna okkar hjóna verði að engu á stuttu augabragði, líkt og um blómgunina í sálmi okkar kæra Sálmaskálds.

Hér með krefst ég, sem hagsmunaaðili, - að algert bann verði lagt við gosi úr Heklu og öðrum þeim eldfjöllum, sem eru á mínu hagsmunasvæði, bæði í nágrenni við Rvík, hvar við hjónin búum og einnig í umhverfi Hellu á Rangárvöllum, hvar við hjónakornin höfum verið að pota niður trjáplöntum.

Umhverfissóðar á borð við Heklu verða að hlýta þeim úrskurði sem kæmi útúr umhverfismati og grenndarkynningu. 

Ég fyrir mitt leiti mun auðvitað algerlega mótmæla öllum gosum.  Ég er umhverfissinni, sko--altso--þegar það hentar mér og mínum.

Svo ætti að banna hverum, að gjósa, það er svo mikill fnykur af buslinu í þeim og ekki örgrannt um, að þar séu brennisteinssambönd yfir viðmiðunarmörkum.

 

Miðbæjaríhaldið

e.s.

Sama á auðvitað við um flugumferð í Miðborginni, þar er hávaði VERULEGA yfir viðmiðunarmörkum, bæði við flugtak og lendingar í mínu ástsæla 101


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband