OrWell í fullu fjöri hér á ,,Landinu Bláa"

 

Sumir eru jafnari en aðrir sögðu svínin í sögu Orwells.

Nú hafa menn hérlendis komist að því hverjir eru svínin.

,,Við" og ,,hinir" hugsunarhátturinn er svosem þekktur og allfastur í hugum okkar hér í Mannheimum.

Nú blöskrar almúganum, þegar farþegar á viðskiptafarrými flugfélagana fá forgang og þurfa ekki að bíða í neinni helv. biðröð eftir að fara í gegnum vopnaskoðun við brottför af landinu.  Semsagt, kaupa sig frá því, að þurfa að bíða í biðröðum með illaþefjandi puttaferðalöngum og öðrum sléttum pupli.

Þetta er svosem broslegt ef ekki væri annað undirliggjandi, sem ollið gæti spurningum.  Spurningum um hvort LÖGIN og REGLUR sem um almenning fjalla, tolleftirlit, öryggiseftirlit og þessháttar gildi ekki jafnt um alla.  Það og aðeins það á að gilda.  Því eins og einusinni var sagt, að ef við rífum lögin milli manna, rífum við friðinn.  Þetta á að vera öllum morgunljóst.

Þýlyndi er ekki ríkt í okkur ennþá, þökk sé uppeldi og hingað til einsleitni þjóðarinnar.

Miðbæjaríhaldið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband