Nú verða mínir menn að vanda sig.

Sem Sjálfstæðismaður til áratuga, verð ég að segja frómt frá um áhyggjur mínar á ofurríkum gróðapungum, eins og hann Matti minn Bjarna nefndi það.

Svo ber við, að nú ásælast ,,einkaaðilar" mjög fyrirtæki almennings í orkugeiranum.  Allt er það í góðu lagi með einu GRUNDVALLAR ATRIÐI VIRTU. 

Alsekki má það gerast, að EIGNARHALD Á AUÐLINDUM ÞJÓÐARINNAR verði að verslunarvöru á alþjóðlegum markaði.

Þetta segi ég vegna þeirra áforma Geysis Green að eignast Norðurorku.  Það félag á félag sem er þeim þung byrgði svonefnt Fallorka.  Norðurorka á aftur á móti virkjunarrétt á Þeystarreykjum, hvar menn hafa sett í nokkra fjármuni almennings í rannsóknir á mögulegum virkjunum.

Það er nefnilega svo, að almenningur hefur ljúflega afsalað sér ýmsum réttindum til fyrirtækja í ÞEIRRA eigu, vitandi, að þessi fyrirtæki yrðu til léttis afkomendum þeirra og inn í framtíðina væri sjálfsagt, að almenningur nyti þeirra kosta sem í þessu felst.

Gersamlega er ég klár á því, að mönnum hefðu ekki verið auðlindirnar svona lausar í hendi, hefðu menn talið einhverja möguleika á, að þessar rötuðu í hendur útlendinga og að þeir gætu sett afkomendum þeirra stólinn fyrir dyrnar, með kaup á orku og haft sjálfdæmi með rukkun og upphæðir.

Mér er létt í rúmi, hverjir eiga túrbínurnar sem framleiða rafmagnið, það má alltaf skrúfa þær í burtu og koma öðrum fyrir til framleiðslu orkunnar.

ÞAÐ ERU AUÐLINDIRNAR SEM MENN VERÐA AÐ KOMA UNDIR ÓAFMÁANLEGA EIGN OG YFIRRÁÐ ÞJÓÐARINNAR. 

Lagasetning um FULLKOMINN FULLVELDISRÉTT OG EIGN ÞJÓÐARINNAR Á ÖLLUM AUÐLINDUM HENNAR ER BRÝN.

 

Óvandaðir menn gætu svo auðveldlega komið því þannig fyrir, að fyrirtæki sem ,,eiga" í eða alveg,-orkufyrirtæki landsmanna, færu á alþjóðlegan markað og þá yrði nú þröngt fyrir durum smælingjanna hér á landi. Það eru ekki allir sem eiga þess kost, að geta farið hvert í heim sem er, hlaðnir Gulli.

 

Hyggið að Sjálfstæðismenn.  Okkar þjóðlegi og farsæli flokkur var ekki til þess stofnaður, að mylja undir örfáa.  Ef þið haldið svo, eruð þið á villigötum og getið auðvitað komist að því, að við sem stutt höfum hann dyggilega, með öllum ráðum, getum eins snúið við honum bakinu og þá skilja menn, hugsanlega, að hvert atkvæði í kosningum er bundið við persónu en ekki grammafjölda Gulls í sjóðum.

 

Miðbæjaríhaldið

Með böggum Hildar yfir ásælni Geysis Green á Norðurorku, til að nota sem skiptimynt í ,,samlegðar" kapli við Hitaveitu Suðurnesja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Kæra Miðbæjaríhald, þú ert í bandsjóðandivitlausum flokki.  Við höfum sagt það og sagt það oftar en tölu verður á komið, að svona muni þetta fara undir stjórn íhaldsins. Þeir munu einkavæða forfeður sína þegar ekkert annað verður eftir.  Kapitalisminn  á sér engin landamæri.  Tíminn er naumur, svo elskan mín snúðu við blaðinu og fáðu fleiri í lið með þér.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 14.7.2007 kl. 23:46

2 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Hvernig er það með þig, ertu í fýlu eða lýst þér ekkert á mig eftir að ég setti inn mynd af mér??????????????????

Ingibjörg Friðriksdóttir, 17.7.2007 kl. 13:51

3 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Jú jú þú ert bara flott, ekkert að því en ég er ekki alveg með fullum fimm núna.  Þegar menn á borð við Einar minn, kveðja svona óforvarendis, minnkar nokkuð pikklöngunin.

Hugurinn er svona á alskonar flakki, um hið liðna og svo er ekki örgrannt um, að ég kvíði nokkuð því, að skarðið sem hann lætur eftir sig, verði ekki fyllt svona í bráð. 

Það setur okkur þessa gamaldags Íhaldsmenn, með Þjóðlegar rætur í nokkurn vanda.

Vona að þú kíkir á þetta því ég kann ekkert að senda einkaskilaboð hér á þessum vetvangi.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 17.7.2007 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband