1.8.2007 | 11:40
Eru þessar eldstöðvar með mengunarkvóta?
Nú verða menn að bregðast hratt við og senda væntanlegt gos í Umhverfismat.
Þarna geta auðvitað orðið ,,Óafturkræfar" breytingar á umhverfinu. Mosi og jafnvel lyngmóar geta farið undir hraun.
Svo eru þetta örgustu umhverfissóðar og spúa eimyrju upp úr gígum sínum.
Gróðurhúsalofttegundirnar eru margar og svo ku Brennisteinsgufur stíga upp úr jörðinni við svona tildragelsi.
Semsagt.
Upptyppinga í umhverfismat. Hið snarasta.
Miðbæjaríhaldið
þolir engum umhverfissóðaskap
2.300 skjálftar við Upptyppinga frá febrúar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta eru hin válegustu tíðindi og og nú verðum við að treysta á að Saving Iceland berjist kröftuglega gegn þessari yfirvofandi umhverfisógn. Það væri best fyrir þau að byrja á því að mótmæla við Veðurstofuna og mála slagorð gegn þessum fjanda á Ragnar skjálfta...
Ólafur Jóhannsson, 1.8.2007 kl. 12:52
Ég efast um að við höfum nóg landsvæði til að kolefnisjafna eitt stykki eldgos
Dagur (IP-tala skráð) 1.8.2007 kl. 16:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.