Af hverju trúir maður þessu ekki alveg?

Það er svona einhver efi, sem tekur sér bólfestu í huganum, þegar fréttir af breytingum á rekstrarformi Samvinnufélaga eru tilkynnt.  Af hverju það er, veit maður auðvitað ekki fyrir víst en efinn er til staðar og heilinn tekur minna og minna trúanlegt, sem úr þessum herbúðum kemur.

ESSO

Samskip

KEA

SÍS sjálfur

Og svo hellast yfir mann sitthverjar pælingar um slit hinna ýmsu Kaupfélaga, sem auðvitað áttu sinn hlut í sjóðum SÍS.  Ekkert fékkst upp í kröfur þegar eftir var leitað hjá lánadrottnum þeirra.  Eigur sumra Kaupfélaga fóru svona út um borg og bí, að mati margra.

Samt eru forsvarsmenn ýmissa Samvinnufélaga og félaga þeim tengdum, multi-millar í dag, þó svo þeir hafi verið launþegar hjá þessum fyrirtækjum.  Furðulegt nokk.

 

Semsagt, hver á Brunabót?

 

Hver á aurana sem fóru í sjóði SÍS?

Hver fer með ráðstöfun fjárins?

 

Spurningarnar eru fjölmargar og sumar snúast nú um ,,eign" Kaupfélagana í hinum aðskiljanlegu Sparisjóðum út um allt land.  Það kvað vera góð eign í þeim bréfum.

Þetta eru svona pælingar út í loftið.  Ekki svo að skilja, að ég öfundi neinn af auð þeim sem til er komin af ráðdeildarsemi og þvíumlíku, nei öðru nær en sem svona sléttur brauðstritari, væri ögn þægilegra að sjá, að sömu reglur giltu um þau pund, sem hið opinbera gerir þeim að greiða í skatt og þessi óvera, sem frá mér kemur til sameiginlegra þarfa þjóðarinnar.

Miðbæjaríhaldið


mbl.is Frestur vegna vafa um hlutafjáreign í Samvinnutryggingum rennur út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband