Spurning um fullveldisrétt Íslands á sínum auðlindum.

Hér er á ferðinni hvortveggja, ánægjulegar fréttir, vegna áhuga erlendra fjárfesta á íslenskum fyritækjum en hinnsvegar einnig verulega varhugaverð þróun, þar sem ekki er lögfræðileg fullvissa um fullveldisrétt og þannig einskonar eignarrétt þjóðarinnar á auðlindum okkar.

 

Þetta er ein meginástæða þess, að Kvótaeign hefur staðið í okkur hvað varðar inngöngu í Evrópusambandið.  Hér er hliðstæð hætta á ferðinni. 

Alþingi VERÐUR að afgreiða með hraði löggjöf, sem tekur af ÖLL TVÍMÆLI um, að þjóðin sé ,,eigandi" allra auðlinda landsins bæði til lands og sjóvar.

Ég treysti okkar fólki vel til að sammælast um svona grundvallar atriði.  Hér liggur mikið við oghugsanlega framtíðar velferð afkomenda okkar, sem nú erum á dögum.

Það getur ekki verið eftirmæli sem við viljum, að verði höfð um okkar kynslóðir, að við hefðum forklúðrað þessum málum svo kyrfilega, að ekki verði aftur snúið og gróðapungar erlendir geti setið yfir hausamótum afkomenda okkar, sakir græðgi okkar í stundlegan gróða.

Miðbæjaríhaldið

 


mbl.is Goldman Sachs að kaupa hlut í Geysi Green?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ég minntist á Sigríði Tómasdóttur í færslu tengdri þessari frétt. Fólk hefur enga virðingu fyrir minningu hennar, landinu og framtíðinni. Verst er að fólk kýs þetta rugl yfir sig aftur og aftur.

Villi Asgeirsson, 11.9.2007 kl. 16:31

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þarna erum við algjörlega sammála Bjarni/Við verðum að fara með gát/Auðlindirnar eru okkar/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 11.9.2007 kl. 17:33

3 identicon

Það er ekki nóg að tryggja að auðlindirnar séu eign þjóðarinnar heldur verður að tryggja það að nýtingarétturinn falli okkur ekki úr greypum eins og gerðist með innleiðingu kvótakerfisins. Það er innantómt hjal að tala um að við eigum þetta og hitt ef að við höfum ekki nýtingarréttinn á hlutnum.

Heimir Arnar Birgisson (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband