13.9.2007 | 12:51
Eru Borgaryfirvöld veifaskjattar?
Þegar samið var um Flugvallarlagningu í Vatnsmýrinni, það er svonefnda ,,endurbyggingu", var samið um tiltekin mál, vellinum tengdum og umferð um hann. Allt var þetta gert til að íbúar í nágrenni hans væru frekar sáttir en sárir.
Helstu efnisatriði þessa samnings voru nokkuð ljós og forsendur leyfisins, nokkuð skýr.
Nú er svo og alþekkt, í samskiptum manna og félaga þeirra, að eftirfylgni með samningum er mál beggja og tilraunir til brota á svoleiðis nokkru, í réttu samhengi við virðingu fyrir mótaðilanum, hverju sinni. Sumsé, menn brjóta ekki samninga um leyfi, svo viðkvæmir sem þeir í eðli sínu eru, nema ef þeir telja sig komast upp með það. Virðing fyrir samningsaðilum er því lykilatriði.
Ef einhver telur sig eiga í fullu tré við einhvern og þurfi ekkert að óttast, eru minni líkur til, að farið sé að efnisatriðum samningsins.
Sumsé, ef veifaskjattar eru eftirlitsaðilar og samningsaðilar, eru líkurnar minni um uppfyllingu samningsatriða.
Samgönguráðherra og Flugmálayfirvöld skrifuðu undir samning um, að ekki skyldu leyfðar ,,flughreyfingar" eftir tiltekin tíma eða fyrir viðmiðunartíma, breytilegt eftir vikudögum þó, helgar nokkuð helgari en virkir.
Ekki skyldu leyfð flugtök eftir kl 22,00 og lendingar eftir 23,30, nema í algerum neyðartilfellum.
Ekki skyldi leyfðar æfingar í akróbatikk í lofti á ,,flugvallarsviði" .
Snertilendingar færðar annað.
Ekkert af ofangreindu er haldið.
Þotur taka af og lenda á öllum tímum sólarhringsins. Misháværar en fyrir íbúa er þetta gersamlega óþolandi. Ung börn vakna og ef foreldrarnir vakna ekki við hávaðann, vakna þau við grát barna sinna.
Síðan þegar eftir er gengið, hvað sé í gildi, fær maður ekkert nema hofmóð og útúrsnúninga.
Ég bý við Sóleyjargötu og hef búið þar með hléum, síðan 1963. Ég hef ekki í annan tíma orðið fyrir meiri ónæði af notkun flugvallarins. Þrátt fyrir, að nú fari nánast allt millilandaflug fram frá Keflavík. Hef jafnvel sett sérstaklega hljóðeinangrandi gler í alla glugga íbúðarinnar. Ekkert dugir, ónæðið er meira.
Svo er annar flötur á þessu.
Hvernig má það vera, að Flugumferðastjórar hjá Flugstoðum, veiti flugförum sem koma beint frá útlöndum, lendingarheimild, ÞÓ SVO AÐ EKKI SÉU TOLLÞJÓNAR Á VAKT? Það er ekki gert, ef farið væri að starfsreglum bæði um tollskoðun og flugumferðastjórn. í AIP reglum er það tekkið fram, að beina skuli ÖLLUM flugförum, sem koma utanlands frá, á næstu flughöfn, sem hafi tollafgreiðslu.
Ég spurðist fyrir um þetta en uppskar ekkert nema hroka og útúrsnúninga.
Því tók ég mig til og fékk vini mína í lið með mér og við fórum að Loftleiðahótelinu, strax eftir að þotur lentu tvær sumarbjartar nætur um helgar í sumar. Þar sem ég bý nánast við brautarendann, er kippkorn að hótelinu og greið leið, þegar ekki er mikil umferð um Hringbrautina. Við komum í ÖLLUM tilfellum að ,,ranmpnum" þar sem þessar þotur eru með aðstöðu við Loftleiðahótelið og byggingu, sem ætluð er til að Tollþjónar hafi aðstöðu í, nokkru áður en viðkomandi þotur ,,töxuðu" að rampnum.
Lengsti tími, frá að vélarnar stöðvuðust og þar til að farþegarnir voru komnir út í bílana þarna á stæðinu, voru um 10 mín. Ég get auðvitað ekkert fullyrt um skoðun farangurs eða véla en helvíti eru tollararnir handfljótir ef þetta er nægur tími.
Semsagt. Borgaryfirvöld eru ekki mikil ,,ógn" við Flugstoðir og eftirlitsaðilar um tollskoðun og þessháttar eru ekki mikið að spekúlera í reglum ef þetta má líðast til lengdar.
Svo annað.
Um tiltekna stærð af byggingu var samið en nú vilja menn stækka Samgöngumiðstöðina verulega og telja sjálfgefið, að verið verði við kröfum þar um.
NIÐURSTAÐA ALLS ÞESSA ER, AÐ MENN LÍTA Á BORGARYFIRVÖLD, SEM VEIFASKJATTA, SEM EKKERT TILLIT ÞURFI AÐ TAKA TIL.
SKRIFA UNDIR OG FAR SVO FRAM AÐ HENTUGLEIKUM OG VILD.
Svona gera menn ekki eða hvað?
Miðbæjaríhaldið
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.