Enn um svonefndann Miðbæjarvanda.

Var á umræddum fundi og fylgdist vel með framsöguerindum.  Því miður varð ekki um auglýstar pallborðsumræður en samt var betur farið en heima setið.

 Aðalinntak þess, sem þau höfðu fram að færa, sem til máls tóku eftir að Borgarstjóri og Lögreglustjóri höfðu reyfað sín mál, var nánast það sama.

Öll nálguðust þau málið frá ólíkum hliðum en niðurstaðan varð giska áþekk.  Semsagt, að hér væri um val að ræða.  Val á milli tvennskonar þróun.  Annarsvegar áframhaldandi hnignum og ótndi fyrir íbúa Rvíkur og nágrennis alla og hinnsvegar endurheimt og endurlífgun þessa svæðis, sem allir kváðu vera sammála um, að ætti að vera svona í þokkalegu lagi.

Fríða Björk Ingvarsdóttir agði frá ferðum sínum um nokkrar borgir, hvar hún hitti mannaval mikið.  Allir þekktu til Rvíkur og landsins sem væri orðlagt fyrir náttúrufegurð og sérstæða menningu.  Viðmælendur hennar í LA vildu aftur á móti ekki koma hingað, þar sem borgin við sundin hefði miður góða rikt af sér og væri kynnt sem partíborg, hvar Víkingar kneyfuðu ölið fram á rauðan morgun í skammdeginu og drykkju full hvers annars sumarlangar nætur.  Konurnar kváðu vera mjög svio lausgirtar og karlarnir djarftækir til kvenna.  SVona lifnaður hentaði þessum efnuðu mönnum ekki, heldur vildu þeri heimsækja lönd, hvar menningin væri öðruvísi og ekki svona drukkmiðuð.

Sama sagan var í Loundúnum, hvar hún hitti viðskiptamenn,sem merkilegt nokk, þurftu nokkuð hingað að sækja og voru því alltíðir gestir hér.  ÞEir skilduu bara ekki, hvernig okkur dytti í hug, að leyfa svona lifnað í Miðborg Höfuðstaðra landsins, rétt við Þinghúið og einmitt á þeim stöðum, sem ættu að vera sérlega vernduð fyrir einmitt svona lifnaði.  Tóku sérstaklega fram, að bretar myndu ekki líða svona lagað í sinni mMiðborg og þar væru allir samstíga, Borgaryfirvöld, þjóðþingið og íbúar.  Sömu viðmælendur hennar töldu að auglýsingarherferð Flugleiða um ,,dirty weekend" hefði unnið afar mikil spjöll á orðspori borgarinnar og voru þess vissir, að mjög langan tíma tæki að snúa þeirri ímynd við í hugum væntanlegra ferðamenna.

Svo kom að mínu mati rúsínan í pylsuendanum.  Allir luku upp einum munni um, að þeir skyldu allsekki af hverju við SELDUM LANDIÐ SVONA ÓDÝRT!!!!

Sigmundur D. Gunnlaugssson doktorsnemi í borgarskipulagi og hagfræði hélt afar athyglisverða tölu um hvað skapaði borgum forskot í samkeppninni um ímynd og hvernig borgir geta glutrað möguleikum sínum gersamlega niður.

Hér voru samspil skipulagsmála, virðingar fyrir upprunanum og umgengni um borgarhlutana.  Sammerkt var öllum þeim,s em best standa, að þar eru afar strangar reglur um þjónustutíma og umgengni, mikið framboð af menntun og menningartengdri afþreyingu.  Og að UMFERÐAMANNVIRKI væru EKKI yfirgnæfandi í eða við Miðborgirnar.  Hver var að tala um Flugvöllinn??

Við þetta er svo að bæta því, að þessi stóri hópur fólks, sem gaf sér tíma til, nánast á matmálstíma, að mæta á fundinn, íbúar Miðborgarinnar sem og aðrir íbúar Rvíkur og nágrennis (þekkti fólk þarna sem búa langt frá Miðborginni) virtust á einu máli um, ef marka má lófatak og undirtektir aðrar, að þjónustutímann bæri að stytta til muna og samræmis við erlendar borgir, hvar málin eru í góðu lagi.

Einnig vildi ég koma því svona að, í forbifarten, að ef OPINBERIR AÐILAR VIRÐA EKKI GERÐA SAMNINGA VIÐ BORGARYFIRVÖLD er ekki svosem ofætlan, að telja veitingamenn eitthvað léttari í taumi.  Flugstoðir og Flugmálayfirvöld gerðu samning við borgaryfirvöld um flughreyfingar á Rvíkurflugvelli, EKKERT AF ÞVÍ SEM ÞAR ER RITAÐ ER VIRT, FREKAR EN HVERT ANNAÐ PRUMP Í HROSSI Á VORDEGI.  Lendingar og flugtök eru að geðþótta þeirra sem telja sig geta ráðið hvenær flogið er og hvenær lent er, skítt með alla samninga og reglur um Tollskoðun.

Með kurteisri kveðju, ekki háværri

 

Miðbæjaríhaldið


mbl.is Afgreiðslutími verði tekinn til umræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband