Hagsmunir lítt metnir.

Úttektin sem gerð var um hugsanleg flugvallarstæði, leiddi í ljós, að beinn fórnarkosnaður af því, að hafa flugvöllinn á þessum stað, FYRIR UTAN ÖLL ÞAU UMFERÐARMANNVIRKI sem hann teppir gerð á, er vægt reiknað 3.500 milljónir á ári.

Auðvitað á að senda flugvallarnotendum þennann reikning, hvern þeir auðvitað geta jafnað sín á milli.

ÞArna er eini staðurinn á landinu, hvar alvöru Háskólasamfélag getur hugsanlega blómstrað.

En auðvitað skiptir þetta Möllerinn engu máli, frekar en þeir milljarðar sem sóað er í Héðinfjarðargöngin og tengingar við þau.  Fyrir utan svo óorðið sem svoddan ráðslag kemur á allar áætlanir í samgöngumálum hinna dreyfðu byggða.

 

Miðbæjaríhaldið

telur furðulegt, hve hljótt er um þingmenn okkar Reykvíkinga í svoddan málum


mbl.is Samgönguráðherra vill ekki færa Reykjavíkurflugvöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Ekki batnar þér Bjarni minn. Eftir að hafa orðið landflótta dreifbýlismaður og komið hingað á mölina með síðastu vél  af landsbyggðinni til Reykjavíkurflugvallar,( vantar ekki frelisistyttu á flugvöllinn "  home of the free " til að taka á móti ykkur dreifbýlisliðinu ) þá ert þú þess umkomin að krefjast lokunar á móttökustöð þinni. Skyldu innflytjendur í USA ekki vilja láta loka Ellis Island  ? Til viðbótar ertu svo flugmaður sjálfur. Að þú skulir ekki s.......

Annars finnst mér ástæðulaust að þrefa við ykkur Örn arkitekt um þetta flugvallarmál lengur. Ef það er vilji Reykvíkinga og þjóðarinnar, að flugvöllurinn fari, þá er bara að drífa í því. Þetta hálfkák og stöðugu lygar stjórnmálaskúmanna, um haltu mér slepptu mér, fer í taugarnar á mér. Það er þá besta að drífa í þessu , loka strax eða vera um kyrrt. Ef Reykvíkingar eru svo grunnhyggnir að skilja ekki að það eru samgöngurnar sem stjórna borgarmyndunum, þá þeir um það. Landbyggðin þarf ekki á Reykjavík að halda per se. Flytji stjórnarkontórarnir og sjúkrahúsin á Suðurnes, þá getum við alveg verið án Kvosarinnar. Og það verður sanngirniskrafa þjóðarinnar að svo verði. Það er útúr kú að fara að koma með sjúklinga utanaf landi til Suðurnesja til þess að fara að keyra þeim til Reykjavíkur. Best er að ákveða þetta strax áður en Hátæknispítalinn  verður byggður á vitlausum stað.

Verið Kvosarspekúlantarnir bara áfram hér, lífið ofg starfsemin fylgir fluginu suðreftir. Annar kostur er ekki í stöðunni. Þar eru bæði Keflavíkurflugvöllur og Patterson flugvöllur, sem verður einkavöllur almannaflugs, einkaþotna, kennsluflugs osfrv. 

Halldór Jónsson, 20.10.2007 kl. 00:06

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Sæll og blessaður kæri flugvélafóstri.

Sá fyrst ljósið í Blönduhlíð 5, gekk í Miðbæjarskólann, þar sem mamma mín heitin var erkiíhald og treysti ekki skólastjóra Austubæjarskólans fyrir mér, þar sem sá skólastjóri var ,,rauður".

Flugið hefur verið nátengt ér, bæði sem áhugmál og svo var hún Kidda systir lengi flugfreyja hjá Flugfélagi Íslands, og fylgdist með flugþróuninni alveg frá að ég man fyrst eftir mér.  Var að sniglast niðri á velli og horfa og strjúka þessar fallegu vélar, Þristana, Cloudmasterinn, Skymasterinn og svo auðvitað Vicecountana.  Norsemanninn  ,,Loftleiðamegin, og beachcraftana sem voru flestir taildraggerar, MMMMMMMM það voru yndislegir tímar.

Eins og marg oft hefur fram komið hjá mér, er mér ekkert illa við flugvelli né flug almennt.  Það sem ég sé og tel mikilverðast er, að við sem þjóð höfum EKKI efni á, að forakta þann eina möguleika, sem við höfum til að búa til Háskólasvæði, þar sem Forum hinna aðskiljanlegu vísindagreina getur átt sér  líf.   --EKKERT ANNAÐ.

Afkomendur okkar munu þakka okkur fyrir að færa völlinn.

Tel Patterson völlinn mjög áhugavrðan kost

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 22.10.2007 kl. 11:39

3 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Við hættum ekki fyrr en fjandans flugvöllurinn er farinn úr VATNSMÝRINNI!

Mengun, Ég er viss um að það er ekki tilviljun að svona margir Í Keflavík og nágrenni deyja ungir úr krabbameini.

Við eigum að hafa flugvelli í talsverðri fjarlægð frá þéttbýli.

Og við viljum mannabyggð í Vatnsmýrina.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 23.10.2007 kl. 21:21

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Já lokum honum sem allra fyrst og flytjum stórnarráðin og spítalan með fluginu suður til Keflavíkur. Það er ekki hægt að hjálpa ykkur þessum steinsteypufasistum sem sjáið ekkert annað en eimyrju og blikkbeljubrælu  fyrir augum. Og Bjarni, ég hélt að þú myndir hafa áhuga á verkmenntum ekki síður en vísindum.

Halldór Jónsson, 23.10.2007 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband