31.10.2007 | 11:52
Svo er talað um ofdekraða unglinga!!!!!
Var að lesa yfir svör Orkuveitunnar vegna spurninga fróms Umboðsmanns Alþingis.
Svörin eru að mínu fávísa mati, gersamlega út í hött og jaðra við óskammfeilni.
Setjum svo, að eitthvert stórfyrirtæki okkar, stofnaði dótturfélag. Allt gott með það, þar til stjórnendur þess, ákveddu, að renna saman við annað félag og sameinað félag væri þannig, að eignarhlutur fyrrum húsbænda (Stóra fyrirtækisins) yrði svo rýr, að í minnihluta yrðu.
Telja menn virkilega, að stjórnendur slíks dótturfyrirtækis, væru lengi á launaskrá hjá viðkomandi stórfyrirtækis? Telja menn virkilega að slíkur gerningur yrði ekki sagður algert ómark?
Ég sé í anda eigendur Straums og Baugs sitja undir þvílíkum gerningum, án þess að reisa rönd við.
Ef marka má viðbrögð þessara stjórnenda OR og REI, líta þeir á kompaníið sem sína óskoruðu eign og ég hef ekki mjög mjög lengi lesið annan eins hroka í svörum þjóna almennings.
Hér er enn komin afar rík ástæða til þess, að allt heila bixið, verði aftengt og menn látnir skoða atvinnuauglýsingar.
Lítilsvirðing á eign almennings, bæði hér í Rvík og í þeim sveitafélögum, sem nú eru hlutaeigendur í OR er svo óltrúleg, að með eindæmum er.
Ég skil ekkert í kosnum fulltrúum okkar, að þeir láti svona löguðu ósvarað með hressilegum aðgerðum.
Það þarf stundum að þora að vera maður og grípa í taumana.
Það þarf í uppeldi baldna unglinga og nú er ljóst, að svo þarf líka í umgengni við ráðna starfsmenn almennings.
Miðbæjaríhaldið
ber virðingu fyrir eigum almennings og þeim aurum, sem ,,hið opinbera" fær úr heimilisbókhaldi fjölskyldna Herra og Frú Útsvarsgreiðenda
Telja að ekki þurfi samþykki eigenda vegna stofnunar dótturfélaga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Í stjórn OR eru kjörnir fulltrúar allra lista (oftast oddvitar) í borgarstjórn. Stjórn OR tekur ákvörðun um að stofna fyrirtækið. Stjórn OR kýs stjórn hins nýja félags og stjórn OR og eigendur taka ákvörðun um það hvort nýja félagið er selt nýjum hluthöfum að hluta eða öllu leyti. Þannig eru opinberir fulltrúar í borgarstjórn með fulla aðkomu að málinu allan tímann. Þannig var það með REI og þannig er það með öll önnur dótturfyrirtæki sem OR stofnar á hverjum tíma.
Það sem klikkaði í tilfelli REI var upplýsingastreymi innan borgarstjórnarflokks Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Fulltrúar flokksins í stjórn OR (Vilhjálmur og Haukur) sinntu ekki upplýsingaskyldu til annarra borgarstjórnarfulltrúa, a.m.k. að því er viðkomandi fulltrúar halda fram. Þetta mál allt saman hefur því ekkert með stjórnarhætti í OR að gera heldur er þetta einfaldlega samskiptamál innan borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins. Það er mergur málsins.
Sigurður Viktor Úlfarsson, 31.10.2007 kl. 14:32
Maður er orðinn svo ringlaður í allri þessari vitleysu að ég skil ekki upp né niður í þessu öllu saman Hvað er REI? Hvað er OR? Hver hefur meiri hlutan í hverju og hver ræður einhverju? Þannig að ég tek undir með þér Bjarni að það er komið nóg af bulli og kjaftæði, best að stoppa þetta allt og skipuleggja upp á nýtt. Svo er Össur á fullri ferð að skrifa undir einhverja samninga erlendis og stimpla allt saman með einhverjum REI-stimpli þótt enginn viti hvort það fyrirtæki verði nokkurn tíman til á löglegan hátt.
Jakob Falur Kristinsson, 31.10.2007 kl. 18:08
Sigurður, ef þú lest svörin frá REI mönnum, samantekin af Borgarlögmanni, yrði þe´r að líkum ljóst, að þeir gera sér ekki einusinni grein fyrir, hvað sú gjörð, að ,,auka hlutafé" feli í sér og enn síður, að við sameiningu við annað hlutafélag, verði hlutur OR og þar með allra eigenda þess fyrirtækis (sem öngvum heilvita manni dettur í hug, að ekki megi telja opinbert fyrirtæki í eigu sveitafélaga EINGÖNGU) ekki til margra fiska metinn, þar sem um algeran minnihluta í ameinuðu félagi er að ræða.
Svo er annað sem er verulega ámælisvert en það er, að ,,eign" REI í HS er sérlega tilgreindur sem meðlag inn í púllíuna. ÞEtta er ekkert annað en grímulaus þjófnaður, þar sem EKKI er búið að ganga frá kaupum og öðrum málum því tengdu.
Um að upplýsingastreymi til fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Borgarstjórn hafi verið minni en búast hefði mátt við, vil ég segja það, að fulltrúar ANNARRA EIGENDA svo sem Akraneskaupstaðar og fl. voru nú svo frábærlega upplýstir, að í svari þeirra til Umboðsmanns Alþingis, kemur fram, að EKKERT hafi verið haft samband eða samráð við þá, þannig að hluta spurningalista hans verði að vera ósvaraður, þar sem fulltrúar VISSU EKKERT UM UNDIBÚNING NÉ ATHAFNIR STJÓRNAR OG STARFANDI STJÓRNARFORMANNS!!!!!!
Ef þetta hefur ekkert með stjórnarhætti OR að gera, verð ég að biðjast afsökunar á þessari einfeldni minni.
Miðbæjaríhaldið
Bjarni Kjartansson, 1.11.2007 kl. 10:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.