6.11.2007 | 09:12
Köttur í sekknum???
Það er sýnt, að betur hefði verið hjá Vilhjálmi, að skoða sinn hóp og setja þá menn í nefndir, sem bestu þekkingu hefðu á hverju máli.
Þetta blasir nú við, þegar horft er til starfa Júlíusar Vífils í OR stjórninni. Hann virðist finna á örskotsstundu hverja brotalömina af annarri í málatilbúnaði sem er um sameiningu REI og Geysir Green.
Þessi þekking hefði betur verið nýtt ÁÐUR en til samninga var gengið.
Svo er algerlega brilljant að hlusta á hann Júlíus draga fyrrum R-lista, sundur og saman í háði, vegna einkaréttarsamninga um Matvöruverslana rekstur í Grafarvogi.
Bragð er af, þá barnið finnur og nú hefur Borgarstjórinn Dagur B látið hafa eftir sér, að NÚ væri rétt, að skoða svoddan einkaréttarsamninga.
Hér sést, að kennimark góðra leiðtoga er, að þekkja hóp sinn og geta notað bestu menn á þann póst, sem best hentar. Láta ,,röðun" á lista liggja milli hluta, heldur líta til kunnáttu og færni. Slíkir kostir reynast stundum svo léttvægir í Prófkjörum, hvar kyn og annnað sem ekki kemur málunum nokkurn skapaðan hlut við, ráða ferð og kjósendur raða upp nokkurnvegin ,,Fléttulista".
Miðbæjaríhaldið
Verðmat Geysir Green var hækkað um 6,7 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.