19.12.2007 | 08:33
Sitthvað hús eða hús.
Mikið veður gert út af litlu tilefni.
Mörg þeirra húsa, sem gefið hefur verið leyfi til að rífa, eru svo léleg og hafa verið það, nánast frá byrjun, að með ólíkindum er, að einhverjir vilji halda í þetta dót.
Rétt er hinnsvegar, að innanum eru hús, sem hefði mátt gera upp, hefði verið brugðist við í viðhaldi þeirra fyrir nokkrum áratugum, nú er það löngu um seinan og fátt eftir sem minnir á upprunaleg gerð þeirra.
Svo er hér einnig um að ræða steinhús, sem hafa verið ljót nánast frá upphafi, líkt og húsið við Lækjatorg sem stendur við enda Hafnarstrætis. ÞAð er tiltölulega nýtt en á sér fáa formælendur.
Annað er svo einnig. Hverjir eiga að standa straum af viðhaldi þessa húsa, sem ekki nokkur maður vill standa í? Ekki er hægt að gera eigendum húsana, að koma þeim í ,,upprunalegt horf". Það er nefnilega svo, að mörg húsana voru upphaflega byggð til íbúðar en eru nú nánast öll orðin að verslunarhúsum, með breytingum, sem heppnast hafa afar misjafnlega.
Nei, líkt og á Akureyri, vilja menn bara friða eigur annarra en vilja ekkert leggja til í formi fjár til viðhaldsins.
Vonandi fá menn einhverja niðurstöðu, sem brúkleg er.
Mín tillaga er svosem einföld og afar almenn. Þjónustutíma knæpa og veitingahúsa ætti að hefta við 23.30 virka daga en 01.30 helga daga.
ÞEtta hefði í för með sér, að skrílslátum og vandalisma lyki að mestu í Miðbænum og lífvænlegt væri þar aftur. Því fylgdi ekkert annað en betra viðhald húsa og svona manneskjulegra yfirbragð á hverfinu.
Næturhrafnar hefðu svo sín hverfi, aðalega Iðnaðarhverfi, til að stofnsetja nætuklúbba og svoleiðis. Knæpur og þessháttar er ekki samrýmanlegt umhverfi Löggjafasamkomu og helstu stjórnvaldsbygginga hverrar þjóðar. Sæi í anda Kanann leyfa búllum að ahfa opið í næsta nágrenni við Hvíta húsið, nánast fram á rauðan morgun.
Miðbæjaríhaldið
Rætt um niðurrif í miðborginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Heill og sæll Bjarni (miðbæjaríhald),
Ég óska þér og þínum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Takk fyrir allar góðar stundir á liðnum árum.
Óttarr Makuch, 26.12.2007 kl. 13:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.