Með Þökk og jafngóðum óskum um gæfuríkt ár.

Nú ber að þakka það sem er liðið, fara yfir hvaðeina sem vel hefur verið gert og vona að velgjörðamenn fái maklegt fyrir, þó síðar verði.

Líta yfir öxlina og hyggja að, hvers er að minnast og hvers maður saknar og HVERSVEGNA.

Hyggja að þeim, sem huggðu flátt og iðjuðu í samræmi við það.  Vonandi fá þeir makleg málagjöld, líkt og hinir sem vel sáðu.

Ég þakka forsjóninni, að hafa fengið alla þessa yndislegu daga í félagsskap góðra manna, bæði innan fjölskyldu, vina, vinnustað og ekki síst í félagsstörfunum.  Ég er sannanlega lukkunar pamfíll, krossaður barnsláni og með lífsförunaut, sem er engri lík, bæði að Guðasgáfum og að ekki sé nú talað um olinmæðina, sem hún ber í þverpokum gagnvart mér.  Stundum held ég, að hún hafi samið Æðruleysisbænina, svo polróleg er hún yfir mínum mörgu yfirsjónum og fjarvistum, vegna vinnu, áhugamálum og annars, svona uppáfallandi.

Ég sé eftir mörgum samferðamönnum, sem nú ganga ekki lengur vegi Veraldar, heldur hafa tekið tímann úr sambandi og þurfa ekkilengur dagatöl, né klukkur.  Vona að þeirra sé róin og réttlatlega útdeilt til þeirra laununum.

Vil minnast sérstaklega eins vinar, sem fór Himnaförina af háu fjalli vestur á Fjörðu.  Einar Oddur var þannig maður, að maður saknar hans af svo mörgum ástæðum.

Heyri ekki í honum, nema í minningunni,- verð ekki vitni af því, að umræðunni sé vippað á gólfið, þannig að alllir megi skilja.  Nýt ekki lengur samveru með honum í félagststörfum bæði í pólitikk og víðar.

Margs er að minnast og þakka.

 

Með ósk um gæfuríkt ár til lands og sjóvar.

Miðbæjaríhaldið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Happy New Year

Ingibjörg Friðriksdóttir, 2.1.2008 kl. 15:26

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Gleðilegt ár Bjarni minn héðan frá Florída. Ég held að það hafi verið þjóðarskaði þegar rödd Einars Odds hljóðnaði, Hann var eiginlega Jésus Kristur þessarar þjóðar í neyð óðaverðbólgunnar. Hvernig hann talaði um fyrir okkur fávitunum þegar öll sund virtust okkur lokuð.Með seiglunni og þolinmæðinni tókst honum að snúa heilli þjóð. Ég verð hppandi vondur þegar Steingrímur  Hermannson og feliri póltíkusar ætla að taka af honum heiðurinn af því sem hann gerði.

Í minum augum var hann  mesti maður Íslendinga síðustu aldar. Bjargvætturin frá Flateyri sem talaði óvinina saman og lét þá sjá ljósið. -RISI sem þjóðin má minnast  

Halldór Jónsson, 3.1.2008 kl. 04:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband