8.1.2008 | 10:22
Hví kaupir hún ekki bara húsin?
Ef Anna er tilbúin til að byggja húsin upp á þeim stað sem þau nú eru, hversvegna er hún að rita borgaryfirvöldum um málið?
Hví gerir hún ekki einfaldlega tilboð í dótið og stílar það á eigendur húsanna?
Ég skil ekki, hvað borgaryfirvöldum kemur yfirleitt við, að hús haldi áfram að standa þar sem þau standa, ef ekki hafi áður verið gerð krafa um, að þau verði rifin af einhverjum ástæðum, svo sem heilbrigðisástæðum eða skipulagslegum.
Ætli einhver hafi bent henni á hús norður á Akureyri, sem öngvir vilja gera upp né kaupa núna eftir að ráðherra skipti sér af málum og friðaði draslið, í óþökk alflestra Akureyringa?
Skilst, að þau megi fá fyrir klink núna.
Miðbæjaríhaldið
Vill endurbyggja húsin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.