31.1.2008 | 13:30
Hvenær fóru Kommar að hafa vit á monneypeningum?
Hérna er Ingibjörg að apa upp eftir einhverjum sem hún telur vita eitthvað um péninga.
Sko, ef skipta á um mynt, er algerlega banöl heimska að taka upp mynt forpokaðs tollamúrabandalags. Auðvitað að taka upp alþjóðlega viðurkennda mynnt sem er hvað stöðugust allra gjaldmeiðla, nefnilega Sviss franka.
Það er orðið stórkostlega hundleiðinlegt, að hlusta á Krata og Komma vilja endilega inn í beurokratíska stórríkið EB. Þangað vilja öngvir frelsisunnandi menn, heldur einungis skriffinnar, sem telja sig fá nægt möppudýrafóður þar, sem sagt fra Brussel.
Miðbæjaríhaldið
gersamlega frjáls í huga og lund
Krónan að verða viðskiptahindrun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Við verðum að taka upp evru og það er vegna þess að við höfum þegar í raun tapað okkar efnahagslega sjálfstæði og verðum hirt upp í skuldir fyrr eða síðar. Það er bara spurning um tíma og hvort við leyfum ráðamönnum að gjöreyða allri okkar samningsstöðu áður en að því kemur þannig að við förum sem sagt þar inn sem fallít bónbjargamenn.
Erlendir lánardrottnar hafa öll okkar ráð í hendi sér. Spákaupmenn með gjaldeyri vita það vel. Erlend skammtímalán þjóðarbúsins nema meira en jafnvirði árlegrar vergrar þjóðarframleiðslu. Hverfi þetta fjármagn aftur til síns heima, td. til að dekka töp þar (alþjóðlegt fjármálakerfi er þessi misserin að liðast í sundur) þá hrynur krónan og við höfum engar varnir gegn því. Seðlabankinn er máttlaus dvergur sem enginn tekur mark á enda hefur trúverðugleika hans skipulega verið eytt síðustu áratugina með því að múlbinda þar hvern málefnalega gjaldþrota stjórnmálamanninn af öðrum. Þar sem seðlabankinn nær því vart að vera statisti í þessu sambandi vegna skorts á fullnægjandi gjaldeyrisvarasjóði er ríkissjóður Íslands í raun gjaldþrota. Það er engin leið framhjá þessu.
Baldur Fjölnisson, 31.1.2008 kl. 13:53
Þú færð þetta hvernig út Baldur? Bandaríkinn skulda allra ríkja messt. Eiga þeir að gefa upp eigin gjaldeyrir? íslenska ríkið skuldar ekki neitt. Eina sem þú ert með er hræðslu áróður fyrir því að afnema sjálfstæðilandsins. Farðu og kysstu hönd Margrétar Þórhildar og gaktu Dönum á hönd.
Fannar frá Rifi, 31.1.2008 kl. 14:38
Sammála þér Bjarni, tökum upp swissneska franka.
Eysteinn Eysteinsson (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 15:29
Fannar, þú skilur greinilega ekki punktinn.
Skammtímaskuldir þjóðarbúsins nema um tíu sinnum hærri fjárhæð en sem nemur gjaldeyrisforða seðlabankans. Samt neyddist ríkissjóður til að taka 90 milljarða lán fyrir rúmu ári til að koma því hlutfalli seðlabankans úr svo til engu í ekkert sem máli skiptir. Ekki veit ég hver hefur logið því að þér að íslenska ríkið og stofnanir þess skuldi ekki neitt. En þar sem seðlabankinn getur vegna fátæktar alls ekki varið krónuna og gengi hennar er algjörlega háð duttlungum skammtímalánardrottna sem bíða eftir að Dabbi neyðist til að byrja að lækka vexti - nú þá er ríkissjóður í raun gjaldþrota. Ekki getur hann slegið 800-1000 milljarða til að skaffa seðlabankanum fullnægjandi gjaldeyrisforða til að mæta skammtímaskuldum þjóðarbúsins, umfangi bankakerfisins, krónískum viðskiptahalla osfrv. Ergo; við höfum þegar tapað efnahagslegu sjálfstæði okkar.
Baldur Fjölnisson, 31.1.2008 kl. 15:30
Og Fannar, Bandaríkjamenn eru vissulega að stefna að því að leggja niður sinn fallít gjaldmiðil sem er í frjálsu falli. Þeir keyra núna óðfluga á ríkjasamband með Kanada og Mexíkó og væntanlegur gjaldmiðill mun nefnast Amero, amk. skv. núverandi hugmyndum. Þannig reyna þeir að þynna út eigið gjaldþrot. Auðvitað er hagkerfið hér dvergvaxið miðað við það ameríska og hagkerfi Evrópu mun ekkert muna um að gleypa okkar efnahagslega og stjórnmálalega gjaldþrot.
Í dag sé ég að Kaupþing (hinir raunverulegu stjórnendur landsins) er að skipa málamyndafígúrunum í seðlabankanum að lækka vexti. Þetta eru nú kurteisir menn og fara vel að undirmönnum sínum en hlýði þeir ekki þarf sjálfsagt að skipta flauelshnefanum út fyrir eitthvað harðara. Vandamálið er spekúlantafjármagnið sem hefur verið í hávöxtunum hérna og hvernig það bregst við þegar vextir lækka. En úr því að stjórnendur landsins (þessir raunverulegu sem enn hafa snefil af trúverðugleika þrátt fyrir allt öfugt við málamyndafígúrurnar) eru farnir að heimta vaxtalækkanir tel ég víst að þeir muni hafa það undir kontról. Gengisfall er líklegt og raunar nauðsynlegt, bæði til að leiðrétta falskan kaupmátt sem við höfum lifað á, snúa við krónískum viðskiptahalla og ýta undir innlenda framleiðslu og útflutning. En snöggar sveiflur eru ekki æskilegar í því sambandi. Þetta þarf sem sagt að vera undir kontról aðila sem mark er takandi á.
Baldur Fjölnisson, 31.1.2008 kl. 18:21
Sammála þér Bjarni/Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 31.1.2008 kl. 20:37
Dullurinn er dálítið staddur í gamalli rómantík um frelsi og lýðræði og ævintýrasmjörklípur í kringum það en jafnframt er hann erkialþýða sem alltaf veit í rauninni hvað klukkan slær og hefur þannig innbyggð varnarviðbrögð á endanum gegn eigin innrætingu. Nú verð ég að sjálfsögðu að biðjast velvirðingar á að ræða viðstaddan í þriðju persónu sem er argasti dónaskapur og vildi bara benda á það formsins vegna.
Baldur Fjölnisson, 31.1.2008 kl. 21:22
Það er vissulega rosalegur bömmer að vera tekinn af lífi fyrir að kóa með siðvilltu fasistahyski. Kóarar þessa siðvillta hyskis er núna ósýnilegt utan spaugstofunnar.
Baldur Fjölnisson, 31.1.2008 kl. 23:42
Baldur, það er algerlega víst, að ef við göngum, viljugir eða óviljugir, í EB, munum við gersamlega vera gengnir á hönd síkopatana.
Það getur ekki verið til gæfu fyrir okkar þjóð, að taka upp Evru. Það sem fylgir er aðild að einu harðsvíraðasta TOLLABANDALAGI
Bjarni Kjartansson, 1.2.2008 kl. 13:18
Framhald af fyrri færslu.
Tollamúrar þeir sem reistir hafa verið umhverfis EB (þó svo að menn hafi breytt nafni á batteríinu er kjarninn sá eini og sami) er sem múr að hætti Ísraelsmanna, til að halda ,,hinum" frá bjargráðum, sem ,,við" ráðum yfir.
Frelsi til að eiga viðskipti við aðra en innan EB er okkur lífsnauðsyn. Það veist þú vel, undir öðru nikki á öðrum vetvangi.
Við gátum áður átt viðskipti við Rússland þegar það hentaði okkur, við gátum átt viðskipti við hvaða ríki í Afríku sem var,- þegar það hentaði okkur. AÐ vísu voru kommatittirninr verulegir Þrándar í Götu, þegar viðskiptabannið á S-Afríku var við líði. að vísu gáfu Gyðingarnir ekkert með svoleiðis nokk og áttu vrulega ÁBATASÖM viðskipti við það land og þannig eignuðust þeir algerlega Demantaverslunina í himinum, sem þeri að vísu höfðu nú farið langt með áður en ekki alveg tekist fyrr en þetta.
Nú eru það einmitt kommatittsflokkarnir, sem eru að laða okkur að ESB. Skyldi það vera óvart?????
Með kærri kveðju
Miðbæjaríhaldið
gersamlega laus við minnimáttarkennd, gagnvart USA, Kína, ESB eða hverju öðru sem er.
Fyrirlít landsölumenn, sama hverju nafni sem þeir nefnast
Bjarni Kjartansson, 1.2.2008 kl. 13:29
Bjarni, við höfum verið í vasanum á erlendum síkópötum eiginlega forever. Að vísu er tiltölulega stutt síðan almenningur áttaði sig á þessu (uþb. um það leyti sem síðasti fábjáninn hætti að taka mark á Prövdu, afsakið Mogganum) og að sjálfsögðu hefur svo umræða um utanríkismál að mestu lagst af í framhaldinu vegna málefnalegs gjaldþrots helstu "sérfræðinga" þess málaflokks.
En varðandi EB þá snýst þetta ekki lengur um neitt val. Þegar menn hafa í raun tapað sínu sjálstæði eru þeir ekki lengur alveg sjálfs síns herrar. Þeir hafa ekki lengur frjálst val og vilji þeirra er háður annarra húsbændavaldi. Ég hef lýst stöðunni, máli sem fáir þora að ræða en sífellt fleiri gera sér grein fyrir. Þögn pótintátanna í stjórnarráðinu og seðlabankanum verður því pínlegri sem lengur frá líður.
Með kveðju,
Baldur F.
Baldur Fjölnisson, 1.2.2008 kl. 15:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.