4.2.2008 | 09:15
Margt líkt í áherslum okkar og VG
Ég er ekki efins um, að þokkalega myndi ganga að stjórna með VG.
Þeir eru ekki með neinar væntingar inn í ESB og því þjóðhollir með ágætum.
Orðheldnir eru í það minnsta forystumenn þeirra flestir og því ætti ekkert ða vera til fyrirstöðu að vinna með þeim.
Björn Bjarnason er það vésíraður í pólitíkkinni, að hann kann alveg inntríkurnar, bæði í VG og Samfó.
Það var auðvitað hárfínt skotið hjá honum, að segjast svosem geta unnið með fyrrum Allaböllum OG þeim sem nú eru í VG.
Hann er jú að starfa með fyrrum allaböllum í þessari stjórn, það tóku ekki allir eftir þessari pillu hjá honum.
Miðbæjaríhaldið
ekkert á móti Nýsköpunarstjórn.
Hefur aldrei útilokað samstarf við Vinstri græna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hef ALDREI skilið hvernig SANNIR þjóðlegir Íhaldsmenn geta nokkuð
átt saman að sælda við fyrrverandi kommúnísta, sósíalista, og
nú vinstrisinnaðra róttæklinga, ÖFGAFULLA ALÞJÓÐASINNA já og
anarkista í Vinstri-grænum. Hvernig Bjarni getur þú kallað þessa
VINSTRI RÓTTÆTKLINGA þjóðholla? sem M.A berjast fyrir varnarlausu Íslandi? Frá sjónarmiði okkar þjóðlegu íhaldsmanna Bjarni eru þetta
einmitt höfuðóvinurinn. Andstaða þeirra gegn ESB og íslenskum vörnum
er sprottin af öfgafullri ALÞJÓÐAHYGGJU, enda syngur þetta lið
Internationalinn og veifar rauðum fána á tyllidögum. Og kalla svo
þetta þjóðhollt lið? Þvílík andskotans ÖFUGMÆLI!!!!!!!!!!!!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 9.2.2008 kl. 01:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.