8.2.2008 | 23:53
Hver sá er saklaus er, kasti.....
Núna er mikið gjörningaveður í pólitíkinni í henni Reykjavík.
Skýrsla er birt og í henni ekkert nýtt, nema nú þora menn að nefna FL grúppuna á nafn og þá sem voru hvatamenn ,,samrunaferlinu" og þeim böggum sem fylgja áttu skammrifum.
Settur var nokkurskonar ,,Rannsóknardómur" sem nú á ekki að dæma einstaklinga, bara benda á hverjir voru ekki þóknanlegir dómnum,--sorry,--stýrihópnum.
Allir benda núna á Vilhjálm og jafnvel Mogginn minn er að senda tóninn að honum, eða ræður Staksteinaritari sér ekki af hrifningu yfir Hönnu Birnu og hennar afrekum á hinum pólitíska vettvangi???
Hvernig stóð á því, að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn þáðu boð um setu í þessu leikhúsi? Hví varð niðurstaðan sú, að þau tvö, sem skrópuðu á Aðalfundi Varðar en komu á opna fundin, hönd í hönd, sem nýtrúlofað par, haldandi ,,leiðtogaræður" --létu espa sig í setu í þessari farsakenndu nefnd/stýrihóp/rannsóknardómi???
Allt er þetta afar gegnsætt og auðskilið. Plott í pólitík og ekkert annað. Ekki er fyrir að fara sérlegri ást á ..almannaeigu" í sumum tillögum Hönnu og félaga á öðrum stöðum í pólitíkinni.
Hlutur annarra forystumanna Flokksins er hinsvegar athygliverðari. Hvernig má það vera, að sumir frammámenn Flokksins hafa svona lekið einu og öðru í menn, svona í forbifarten?
Nú er tími til að hætta og slá af allar hnífstungu pólitík. Látum vinstra liðið sjá um þann part. Menn á borð við Stefán Jón og fl. þekkja hvað ég meina.
Sýnum að við erum fylgjendur fornra gilda um höfðingsskap, einurð, drengsskap og sannleiksást.
Miðbæjaríhaldið
Þjóðernissinnaður íhaldsmaður
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll, Bjarni smá innleg og takk.
Mannorðs morðin sem framinn eru nú í Reykjavík eiga varla sinn líka í sögunni þar sem hver borgarfulltrúinn á fætur öðrum sem nú eru í minni hluta, geysir fram á völlinn í skítkasti í hneykslun sinni yfir störfum annanara og enginn þeirra er meiri hetja en sá sem hæst lætur í níð kasti og rógburði, Gróusögum , mannorðamorðum og öllum slíkum biðbjóði sem fram hefur komið nú á síðustu 120 dögum.
Það er alveg ótrúlegur hópur á lákurulegu einstaklingum sem þar hafa valist í hóp kjörna fulltrúa flokkana.
Engin virðist þar komast að nema að hafa skítlegt innræti og hatur hugans til náungans og vilja allt drepa það sem gott er í manns sálinni bróðurkjarrleikurinn finnst þar ekki og eftir villi er litið á hann sem löst sem best sé að láta niður falla.
Sömu fulltrúar lýsa vanþóknun sinni á hegðun borgarana þegar þeir koma út úr ölhúsum á föstudaga og laugadagsnóttum og þeirri ofbeldisöldu sem tíð rædd er um hverja helgi og hag sér enn verra, því ekki rennur af borgarfulltrúunnum þeir eru sí drukknir allan daginn út og inn allt árið.
Og haga sér sem versti götulýður sem um getur svo ekki sé minnst á hina almenna fylgismenn, sem apa allt eftir.
Er ekki komin tími til að þessi flokkar láti af þessu og vinni í málinu á heiðalega hátt og sýni hverjum öðrum drengskap og heiðaleika og bindist höndum saman og leysi málin á heiðarlegan hátt öllum til heilla og fari að huga betur að hinum innra manni og hefji manns sálina á hærra plan.
Kv, Sigurjón Vigfússon
Rauða Ljónið, 9.2.2008 kl. 00:02
Bjarni minn. Alltaf að sjá betur og betur fyrir nauðsyn á heilsteyptum ÞJÓÐLEGUM ÍHALDSFLOKKI sem þú gerðir reyndar hálfpartinn grín að við mig um daginn.........
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 9.2.2008 kl. 01:14
Gerði ekki neitt grín að þeirri hugmynd en benti á, að sá flokkur er til, það þarf bara að færa hann aftur að sínu hlutverki og tína af honum þá óværu sem ofurfrjálshyggjan er.
Öngvir eiga að hafa rétt til þess, að sveigja svo af kúrs, að jaðri við strand.
Það verður að vera hljómgrunnur hjá svona venjulegu fólki og brauðstriturum landsins, hverjir sjá um framleiðslu og uppdrag næstu kynslóða.
Það er allt saman til innan míns ástkæra Flokks og hefi ég ekki yfirgefið hann á ögurstundu, sem margir ágætir menn hafa gert, Flokknum til ómælds tjóns.
vonandi sérð þú í gegnum fingur þér með mér í þessari skoðun minni og skilur, ða ekki er hægt að bjarga því sem hald er í í þjóðfélagi okkar, ef menn renna viðstöðulaust af hólmi, þó við skarpa og hetjulega sé að eiga.
Ég leyfi öngvum að ýta mér út úr mínum Flokk, þeir munu enn þekkja mig af því, að síðasta atið er ekki frá fyrr en ég er nár.
Miðbæjaríhaldið
Bjarni Kjartansson, 9.2.2008 kl. 01:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.