Hverju svarið þið samvisku ykkar?

Var að velta því fyrir mér, að við sem höfum sterkar skoðanir á hlutunum, stöndum frammi fyrir samviskunni, í formi barna okkar, barnabarna eða annars eftir atvikum og viðkomandi spyr mann í einlægni, hvort það sem við segjum vera skoðun okkar, geti staðist skoðun og hvort líkur seú á, að upptaka þeirra í praxís, væri líklegt til árangurs.

Tökum dæmi:

Unglingur spyr foreldra sína sem eiga böns af Kvóta, hvort þetta sé réttlátt kerfi, hvar afinn vátti fyrirtækið, sem átti bátinn í þorpinu og fólkið, sem reri á bátunum og verkuðu fiskinn fengu engan kvóta?

Hverju svara freldrarnir og eru þeir s´ttir við sjálfa sig í svarinu?

Hvað með rödd samviskunar?

Þegar líbreal foreldarar eru spurðir af sínum börnum, hvort alltir séu í raun jafnir og fjölþjóðlegt samfélag geti þrifist hér, eitthvað frekar en annarstaðar í áfunni?  Svarið er auðvitað eitthvað svona  ,,Auðvitað barnið gott, við verðum að vera opin og leyfa straumum annarstaðar frá að leika um þjóðfélag okkar".

Meina þau það virkilega eða er þetta lærð viðbrögð?

Hvað með samviskuna, þegar horft er til þjóðfélaga á borð við Svíþjóð og Danmörkiu, hvað ljúfustu þjóðir sem þekkjast á jarðkringlunni en eru að heikjast á fjölþjóðlega draumnum.

Mamma, hvar eru alþjóðahúsin hérna? spurði Drengurinn móður sína í heimsborginni París.

Hvernig er samviska verðbréfamiðlara, þegar hann hefur ,,reddað" kunningja sínum um, að losa hann við, hluti sem hann þurfti að losna við og síðar koma íljós, að viðkomandi var í færum til að vita, að bréfið væru of hátt metin?

 

Hver dæmi sjálfan sig -----og láti samviskuna ráða.

Ekki er til gleggri dómari og óvægnari, þeim sem eru búnir slíku og óslæfðu.

Miðbæjaríhaldið,

Býður góða nótt og óskar öllum góðra draumfara og að þeir leggi höfuð að kodda með hreina og fínpóleraða samvisku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Frjálshyggjudrengirnir sem fæddust í kvótakerfi og hvorki hafa mígið í salt vatn né bera minnsta skynbragð á samspil náttúrunnara og stofnlíffræði þenja sig hér á blogginu, kalla okkur  (frjálslynda og þjóðlega íhaldsmenn) kommúnista og þykjast allt vita. Þeir hafa farið í litgreiningu, hópefli, ræðunámskeið og námskeið í framkomu og almannatengslum. Þeir hafa lesið ævisögur genginna foringja og tala um sig sem leiðtoga framtíðarinnar, meðan þeir sporðrenna pitsu sem skolað er niður með kók. Velta fyrir sér tilgangi lífsins á kaffihúsum  en eru þó sammála, nánast af trúarinnblæstri, um að útkjálkabændur sjáfarjarða skuli ekki hafa rétt til að draga sér björg í bú ef hún hefur sporð eða ugga.

Sigurður Þórðarson, 15.2.2008 kl. 02:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband