13.3.2008 | 10:30
Gleymdi Möllerinn Veggjaldiðnu??
Eitt sinn var talað fjálglega um veggjald í Vaðlaheiðargöng eða var að bara til að slá ryki í augu þeirra sem bent hafa á, að önnur göng annarstaðar á landinu séu brýnni en þessi??
Veggjöld ættu að standa undir svona framkvæmd, þar sem ekki er verið að leggja af ,,Verulegan" farartálma. Ég man ekki í svipinn eftir því, nú í seinni tíð, að lokað hafi verið þarna yfir um lengri tíma (svona um það bil sólarhring) ÞAð er aftur lokað nánst frá hausti að vori milli N og S hluta Vestfjarða.
Ekki nema von, að ungt fólk beri litla virðingu fyrir stjórnmálamönnum landsins.
Þetta er ekkert annað en pot og atkvæðaveiðar.
Miðbæjaríhaldið
gersamlega bit á svona framferði
Ný göng og tvöföldun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég spyr nú bara, hefur þú keyrt Víkurskarðið að vetri til?! Það er oft ekkert grín að keyra þarna í gegn yfir háveturinn og oft eru vegriðin á kafi í snjó eftir að rutt hefur verið, það sem bjargar því að ekki verður oftar ófært er að þetta er hluti af þjóðvegi 1 og er því rutt oft á dag þegar mest lætur. Auk þess styttir þetta leiðina til Akureyrar um rúmlega 30 km fram og til baka fyrir héruðin fyrir austan heiðina, auk þess að minnka dekkjaslit og bensíneyðslu sem fer í að klifra upp skarðið. Þannig að ég myndi segja að Víkurskarðið sé all verulegur farartálmi sem blessunarlega á ekki langa lífdaga eftir.
Vissulega eru margir aðrir staðir sem hefði fyrir löngu átt að tengja með veggöngum og er það skömm af því að við þessi ríka þjóð skulum ekki vera löngu búin að ganga frá því.
Gestur (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 21:47
Hvernig væri nú að kynna sér málið betur!!! Vaðlaheiðargöng fara í útboð sem einkaframkvæmd og verða borguð upp með veggjöldum. Þannig að mér sýnist að þessi framkvæmd komi seinkun Sundarbrautar nákvæmlega ekkert við.
kv
V
Valur (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 09:13
Gestur Já það hef ég gert og oftar en einusinni, bæði á fjórhjóladrifnum jeppa, sexhjóla vörubíl, með hlassi og án, fólksbíl og trukk.
Ekki komist í nein vandræði og ekki þurft frá að hverfa, sem hinnsvegar var nánast vikulegur viðburður fyrir vestan, þá lokað var jafnvel tvo til þrjá daga í röð á milli fjarða á suðurfjörðum Vestfjarða, við lögðum ekkert upp í ferðalög á Norðurfirðina.
Ég er ekkert á móti að einkaaðilar grafi göng þarna á milli, fari með bixið í umhverfismat, því þar sem áætlað er, að munninn verði austurmegin, er viða fallegt kjarr og falleg náttúra, hin síðar ár hefur svoleiðis nokk þurft í mat.
Síðan geta menn rukkað fyrir afnot af göngunum og svo framvegis, eins lengi og annað býðst, (vegur yfir skarðið).
Valur þetta er ekki rétt hjá þér, því að stærstur hluti framkvæmdarinnar er samkvæmt tilkynningu kostuð af ríkinu. Annars lýgur Möllerinn og líka Mathieseninn.
Miðbæjaríhaldið
Bjarni Kjartansson, 14.3.2008 kl. 09:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.