14.3.2008 | 11:56
Krabbalabbi, skítalabbi.
Var að fá fréttir af því, að ungur maður vinur minn og æskuvinur sonar míns, hefði greinst með illkynja sjúkdóm.
Þetta er áfall, í raun kjaftshögg, magahögg, spark í viðkvæmustu staði og allt hitt líka.
Það er erfitt að fagna hækkandi Sól, þegar svona fréttir eru svona nýjar og ofarlega í sinni.
Guð verði með drengnum, konu hans, barni, foreldrum og öðrum ættingjum. Vinahópurinn er slegin, þetta voru hræðilegar fréttir og nú að því er virðist, að hluta ÓÞARFAR.
Pilturinn greindist með Sortuæxli fyrir um 7 árum síðan og vann á því. Hann var í eftirlitið eftir að honum var sagt, að hann hefði unnið bug að Sortuæxlinu, með skurðaðgerð og öðru læknisaðgerðum.
Fyrst var hann til eftirlits á sex mánaða fresti og svo árlega síðan hefur hann verið að fara á tveggja ára basis.
Nú greindist meinvarp í skeifugörn VEGNA ÞESS, AÐ GRUNUR VAR UM ,,MAGASÁR" blæðandi.
Síðan fannst meinvarp í Lunga, svo í heila.
Svo kom það sem kýldi mig flatan.......................LÆKNARNIR SEGJA NÚ, AÐ LÍKLEGA HAFI HANN VERIÐ MEÐ MEINIÐ Í ÖLL ÞESSI 7 ÁR en þeir EKKI GREINT ÞAÐ...
Halló Hafnafjörður. hvað er í gangi??????????????????
Hvernig er eftirfylgnin eiginlega????????????????
Þurfa sjúklingar að heimta sneiðmyndir og Segulómun sjálfir??
Ég bara trúi því ekki, að læknar láti svona gerast, að láta blóðprufur duga.
Ef einhver getur skýrt það fyrir mér, af hverju eina SEGULÓMUNARTÆKI LANDSSPÍTALANS A er einungis starfrækt á DAGVINNUTÍMA burt séð frá fjöldanum sem þarf að fara í tækið og hve það auðveldar greiningu á svona meinum.
Dýr tæki eru nánast undantekningalaust rekin eins stóran hluta sólarhringsins og mögulegt er ef tækin eru í einkaeigu, jafnvel jarðýtur eru settar á vaktir.
Ég veit fyrir víst, að sumstaðar erlendis eru svona tæki látin malla allan sólarhringinn svona 24/7
Hversvegna í ósköpunum er þetta blessaða tæki ekki notað svoleiðis hér????
Ég er þess fullviss, að sjúklingar myndu glaðir koma á hvaða tíma sólarhringsins sem er og hvort um er að ræða helgar eða mið vika.
VIÐ HÖFUM EKKI EFNI Á, AÐ MISSA UNGT FÓLK Í LANGVARANDI LÆKNISMEÐFERÐIR, SEM SVO GETA BRUGÐIÐ TIL BEGGJA VONA.
ÍSLAND ÞARF ALLRA HENDUR TIL AÐ VIRKA,
Nú heiti ég á Heilbrigðisráðherra, að SKIPA SVO FYRIR AÐ TÆKIN SEM TIL ERU VERÐI NOTUÐ.
Miðbæjaríhaldið
sorgbitinn og líður illa,
Athugasemdir
Kannske sparnaðarkrafan og manneklan hafi þarna áhrif??? En það er óendanlega sárt þegar ungt fólk veikist alvarlega, vonum það besta.
Hólmdís Hjartardóttir, 14.3.2008 kl. 12:04
Ég sendi þér og fjölskyldu þinni samúðarkveðjur. Það er hræðilegt að vita til þess að ungt fólk er að veikjast af alvarlegum sjúkdómum, einkum og sér í lagi ef það hefði verið hægt að koma í veg fyrir það.
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.3.2008 kl. 12:23
Kæri bloggvinur, ég óska þér og þinum gleðilegra páska.
Sigurður Þórðarson, 23.3.2008 kl. 14:04
Vonandi hefur þú og þínir haft það gott um páskana.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 25.3.2008 kl. 18:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.