Hver gól Geir?

Var að hlusta á fréttirnar á Bylgjunni í hádeginu og hlustaði á viðtal við Geir Haarde.

Þar sagði hann Íbúðalánasjóð vera sökudólg í yfirstandandi þrengingum.

Að því er virðist, er aðalatriðið í huga Geirs, að téður sjóður hóf að lána 90% lánshlut vegna íbúðarkaupa af fasteignamati.

 Þessi hryðjuverk Íbúðalánasjóðs kváðu, --að sögn Geirs,--vera höfuðástæður þeirrar ,,kreppu" sem nú er á markaði.

Hvernig Geir fær þetta til að stemma, skil ég einfaldlega ekki.

Íbúðalánasjóður lánaði um það bil 50milljarða á ári til íbúðakaupa, á árabili því sem hófst um 2003 til svona 2007.

Á tímabili, sem nær yfir svona 18 mánuði til 24, helltu bankarnir út yfir markaðinn um 1.100 milljörðum, sem að mestu var tekið lán fyrir úti á mörkuðum heimsins.

Segjum að íbúðalánasjóður hafi lánað um 150 milljarða á þessu tímabili, þá hverfur það gersamlega í samanburði við ELLEFUHUNDRUÐ MILLJARÐA ÚTLÁN bankana.

Heildarútlán Íbúðalánasjóðs eru nú um 460 milljarðar að sögn og hafa LÆKKAÐ um 110 milljarða.

 

Ef þetta er lógík, þá er hún frá Noregi.

 Því er spurt, hver gól Geir?

Í hvers björg er hann gegninn?

ER hann sleginn blindu?

Hann er jú Hagfræðingur!!!!!

Mér er einna næst, að segja mig úr Sjálfstæðisflokknum ef hann er á þessari siglingu burt frá grunnsjónamiðum hans um einsleitt samfélag án stéttaskiptingar.

En hví ætti ég að fara, það ættu frekar þeir að gera, sem eru að reyna að búa til einhvern ofurfrjálshyggjuflokk úr honum.

Í Bók Johns Smith um frelsið var nefnilega líka talað um ábyrgð og samfélagslega sýn manna og að menn mættu ekki láta sjóða á keipum án tillits til þjóðfélagsins.

 

Þetta virðist klikka og þeir sem ég hef nefnt ,,Útfarastjórana" (vegna þess að þeir eru allir eins klæddir á Verðbréfaskrifstofunum) hafa gersamlega rúið fólk inn að skinni, undir yfirvarpi þess, að vera að sjá um ,,safn" viðkomandi.  Þeir virðast bara hugsa um sinn eigin hag og hafa hagað sér að hætti og fordæmum Kaupþings Verðbréfamiðlunar, forðum gagnvart Lífeyrissjóðum þeim, sem honum var falin varsla á.  Það er gömul saga og ný.

 

Nei hann Geir ætti að hætta að kenna Íbúðalánasjóði um kreppuna og beina athygli sinni innávið og gaumgæfa hvort ekki sé við aðra að sakast og að VERÐLAUNA EKKI SKÚRKANA með meðgjöf og að taka Íbúðalánasjóð út úr almennum útlánum, frekar útvíkka hlutverk hans og gera að viðskiptabanka með almennum hætti viðskiptabanka.

Stétt með Stétt.

 Frelsi peningamanna má ekki verða helsi annarra, það klýfur bæði Flokkinn og þjóðina í herðar niður.

 

Miðbæjaríhaldið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Takk Tómas.

Auðvitað átti ég við Sturart Mill.

Mér var mjög mikið niður fyrir þegar ég hripaði þetta á Eterinn.

Mér ber skylda til, að verja grunngildi Flokksins gegn uppreisnarmönnum í liði okkar Íhaldsmanna.

Mér hefur ekki langað eins mikið til að hringja upp í Valhöll og biðja Gústa að má nafn mitt úr bókum Flokksins en það er auðvitað rangt, mér ber að verja upphaflegan kjarna í stefnu okkar.

Öngvir eiga að fá leyfi til, að breyta þessum göfuga flokk í eitthvað monster af gírugum ofurfrjálshyggju liði.

með endurteknum þökkum.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 30.4.2008 kl. 14:16

2 Smámynd: haraldurhar

   Ef rétt er að svokallaðir flokksmenn þínir standa í vegi fyrir að álit mannréttindarnefnar um stjórn fiskveiða, og eftirlaunafrumvarpið sé tekið til umræðu og afgreitt á hinu háa alþingi. ætti það að vera næg ástæða fyrir þig til að segja skilið við þetta frjálshyggjulið þitt.

haraldurhar, 1.5.2008 kl. 01:01

3 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Haraldur.

Ekki hef ég heyrt þetta en vel má vera, að einhverjir fylgjendur Kvótakerfisins séu með múður.

eitthvað er nú´líka um stuðning við Kvótann í Samfó og hef ég heyrt, að þar á bæ sé afar mikil andstaða við að aðhafast eitthvað gegn Kvóta heilögum.

Annars fækkar mjög ofurfrjálshyggjumönnum nú um stundir.  Afleiðingar þeirrar stefnu er heimsbyggð að verða ljós nú um stundir samdráttar.

Bjarni Kjartansson, 2.5.2008 kl. 08:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband