30.4.2008 | 14:38
Vandi sjúkrastofnana skilgreindur vitlaust??
Las Viðhorfsgrein eftir Guðfinnu S. Bjarnadóttur, um vanda í opinberum rekstri sjúkrastofnana.
Hún leitar í smiðju til Björns Flyering um greiningu á hvernig málum gæti verið betur komið fyrir í rekstri opinberra spítala.
Skil ekki hvers vegna hún þarf að leita svo langt um fyrirmyndir að árangurshvata. ÞEtta var praktiserað á Landakoti ffyrir mörgum árum, þegar dr med Bjarni Jónsson stjórnaði þeim góða spítala.
Þá fengu menn greitt eftir aðgerðum og afköstum, að ekki sé talað um ánægju sjúklinga.
Ekki var talað um biðlista í augnaðgerðir eða þær bæklunaraðgerðir sem þar voru gerðar. Einnig voru við þann spítala hvað bestu barnalæknar sem þá voru til á Íslandi.
Ekki var þar mikil yfirbygging og afar fáir læknaritarar, enda þurftu læknar að greiða fyrir slíka þjónustu úr eigin vasa.
--Furðulegt hvað aukamönnun, sem talin er sjálfsögð í opinberum rekstri er lítið nauðsynlegur, þegar menn þurfa að greiða fyrir slíkt úr eigin vasa.
Hér eru öll fordæmi fyrir hendi, ekkert annað en ganga í, að skipta þessu monsteri upp í minni rekstrarþætti og láta lækna um að reka þetta batterí og að greitt verði fyrir hverja aðgerð en ekki einhvað sem er óþarft, þegar um klínikkur úti í bæ er að ræða.
Dæmi: hvaí er ekki nauðsynlegt að hafa margar stöður allskonar millistjórenda og þessha´ttar, þegar aðgerðastofur úti í bæ eru annars vegar? hví er ekki sama hvort Ríkið reki stofurnar beint eða læknarnir sjálfir?
Hví er styttri bið í lækanstöðinni í Kópavogi, vhar læknar gegna starfi EFTIR að dagvinnu lýkur en á Heilsugæslustöðvunum sem sömu læknar vinna við????
Hver lögmál eru hér að verki??
Skil ekki upp né niður í þessu dóti öllu saman.
Miðbæjaríhaldið
la´eitt sinn á Landakoti að vísu afar stutt en fékk bót minna meina.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.