13.5.2008 | 13:30
Er ekki líka rétt, að fyrna skattgreiðslur Litla Jóns???????
Frumvarp um, að gera gróða vegna söluandvirðis allskonar hlutabréfa og svoleiðis nokk er nú til meðferðar á hinu háa Alþingi.
Þar fara menn mjög offari, að mínu mati. Hvernig í dauðanum geta nú menn, sem fyrir ekki alllöngu síðan stærðu sig af Einkavæðingu banka og annarra ríkisfyrirtækja á þeim grunni, að skatttekjur yrðu svo miklar, að verulega væri meira eftir að slægjast en rekstarágóða Ríkisbanka gætu einhvertíma orðið.
Nú eru SÖMU MENN að tala um, að eftirgjöfin sé nauðsynleg, til að við missum ekki fyrirtækin úr landi.
Hvað með hann Jón minn, er ekki hætta að missa hann úr landi?? Eða er bara æskilegt að fá rík fyrirtæki til að geta skráð sig hér, skattfrítt, bara fyrir lookkið?????
Hann Jón minn gæti farið að hugsa sér til hreyfings með sína ektafrú hana Litlu Gunnu, þá yrði ekki hægt að skattleggja þau hjónin hér.
Sumsé, allir jafnir, öngvir borga neitt.
Ekkert gott um Odd ég hermi
en eitt er samt
Sína lofar upp í ermi
öllum jafnt.
Engum er hann Oddur líkur
en eitt er samt,
Öngvann öðrum frekar svíkur
alla jafnt.
Ef svona verður áfram haldið í dillingum ofurríkra, munu þeim fækka mjög, sem finna sig knúna til, að setja krossinn við D í næstu kosningum og að ef að líkum lætur hefst LÖNG EYÐUMERKURGANGA utan vala.
Mér er mjög misboðið, með svona trakteringum, þegar í hlut eiga það fólk, sem ég hef hingað til borið traust til, að vernda þau sómahjón Litlu Gunnu og Litla Jón, grunneininguna í mínu ástkæra þjóðfélagi.
Miðbæjaríhaldið
Íhald af Eðal gerð
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.