15.5.2008 | 10:39
Að þeir skuli dirfast að hugsa svona yfirleitt.
Þetta lið er gersamlega búið að fara með allann trúverðuleika sinn í haughús sögunnar.
Fyrst innlima þessir guttar Fiskveiðisjjóð og fá að ,,taka veð í Kvóta".
Síðan nánast haldleggja þeir á Lífeyrissjóði Verslunarmanna og fl.
Síðan leggja þeir, ásamt og með öðrum bröskurum til atlögu við Ískr og ,,taka skortstöðu", sem ég vil kalla SKOTSTÖÐU á, eins og veiðimenn við bráð, á greiðslumiðil okkar þjóðar.
Sólunda aurum í áhættufjárfestingar í útlöndum, líkt og stóru gæjarnir í Kaupþingi banka, og eru nú, eins og þeir að tapa lifur og lungum vegna þessa flottramanna tilgerðar.
Ekki er nema von, að menn á borð við Ragnar Önundason og Val Valsson, séu hættir hjá þessu appírati.
Var ekki borgaðar milljónir þónokkrar til að þessi Welding kæmi til bankans?
Er hann núna að gjalda fyrir með að bjóða BRÖSKURUM OG ,,VOGUNARSJÓÐUM" að fá sér að drekka blóð bankans líkt og tilberar hér í eina tíð.
Það þarf að setja lög á þetta lið hið fyrsta svo þeim verði ekki að ósk sinni, að flytja með allar eignir sem hægt er að selja í burt frá landi okkar.
Svo voga þessir menn sér, -----strax eftir að vera búnir að segja upp dyggum starfsmönnum bankans, sem hafa sumir unnið honum langt ævistarf,--- að nú sé nægjanlega billegt, að kaupa í bankanum til að útlendir braskarar vilji setja sín, mis frómu nöfn við bixið.
Manni velgir við lestur svona ,,fréttatilkinningar"
Miðbæjaríhaldið
enn ákafari í, að koma því til forystu Flokksins, að LÍFEYRISSJÓÐIRNIR MEGA EKKI LÁNA SVONA PAPPÍRUM KVINT og að hagnaður af braski með hlutabréf á áfram að bera skatta líkt og aðrar tekjur manna.
Glitnir ræðir við erlenda fjárfesta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:06 | Facebook
Athugasemdir
Spekúlantarnir EIGA ísland, það þýðir lítið að vera eitthvað að röfla yfir þessu nú.
Enginn stjórnmálamaður getur gert eitt eða neitt í þessu enda tel ég að margir þeirra skari eld að eigin köku í þessu fylleríi öllusaman.
Er ekki lífeyrisjóður ríkisstarfsmanna sá eini sem er ekki að lána í þessar spekúlasjónir
Stjórnmálamenn á íslandi eru EIGN banka og auðvalds, á því er eingin launung
Magnus Jonsson (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 11:27
Ég held að þeir starfsmenn Glitnis sem ekki er búið að reka, hljóti að dauðskammast sinn fyrir vinnuveitandann.
Stefán (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 14:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.