16.5.2008 | 09:58
Nokkuð sterkur leikur í stöðuni.
ÞAð er einkum þrennt sem stutt gæti þessa leið.
1. Ekki væri tekin afstaða í keppninni milli þeirra tveggja, sem hvað harðast hafa sótt að því, að verða oddvitar, Gísla og Hönnu Birnu. Þannig að stuðningsmenn þeirra geta endurskipulagt raðir sínar og komist í gegnum tímabilið, nánast sammála.
2. Júlíus er bæði fylginn sér en um leið afar kurteis og akkurat. Svoleiðis borgarstjóra þurfum við með. Ekkert frekjufas, ne´oflátungsháttur þar.
3. Þekking og yfirsýn Júlíusar er viðbrugðið og því hinn besti kostur fyrir borgarstjórnarflokk okkar.
Að öllu skoðuðu er þessi hugmynd afar snjöll og til þess fallin, að mynda sátt innan raða okkar, því ekki þolum við baráttu um oddvitastólinn einmitt núna.
Miðbæjaríhaldið
vill Júlíus sem borgarstjóra, þar fer aristokratíkur séntilmaður
Lýsir stuðningi við Júlíus Vífil | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mest af öllum fagna stuðningi Ingva Hrafns við Júlís Vífil þau Vilhjálmur, Gísli Marteinn og Hanna Birna. Júlíus Vífill fagnar lang minnst og talar um bjarnargreiða.
Friðrik Þór Guðmundsson, 17.5.2008 kl. 21:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.