19.5.2008 | 12:49
Furðulegar fréttir af uppsögnum hjá bönkunum.
Það er sem stjórnendur banka, í það minnsta Glitnis, séu klaufar. Þeir segja upp fólki sem hefur langan starfsaldur. Fólki sem á hugsanlega erfitt með að fá vinnu nú ´a tímum samdráttar.
Hinnsvegar eru þeir nýbúnir að greiða Welding litlar 300 millur í startgjald og föst laun að auki, sem kvað vera nokkuð hærri en hjá gjaldkerum í svona fimm útibúum bankans SAMTALS.
Eitthvað minnkar vilji manna til viðskipta við svona gaura.
Hvernig ætli viðskipta,,vinum" bankans líði með að greiða vexti, vaxtavexti og vexti líka af þeim, nú við næsta gjalddaga? Ætli þeir velti fyrir sér, hvert afrakstur strits þeirra fer?
Í vasa Welding eða til annars rekstrar Glitnis?
Svo eru nú komnar auglýsingar frá innheimtustofunum, hverri af annarri.
Voma löffar yfir ,,skuldurum" sem gammar yfir veikri kind?
Komið nú allir Hrafnar hér, ég fann höfuð af hrúti.
SVo þyrfti að skoða vel, hvort ekki ætti að setja strangar reglur um, hvernig innheimtukosnaður leggst á skuldir Brauðstritara, þegar svona innheimtustofur, --allar í marmara, mahoganý, leðri og harðvið,--bæta við höfuðstól skuldar, drápsklyfjum, svo upprunarleg skuld verður nánast ógreiðanleg og í sumum tilfellum, margföld við það sem af stað var farið með .
Ég kalla eftir vin Brauðstritara landsins, hann Einar Oddur minn er látinn og er sárt saknað, af mér og öðrum vinum.
Hvernig getur það gerst, að einmitt þegar við þörfnums manns á borð við hann Einar, þarf Herrann að taka þá til sín?
Miðbæjaríhaldið
ánægður með grein Styrmis í mogga um helgina
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.