Bílastæðin í Vatnsmýri og flugskýli fyrir prívötin.

Ef marka má þessa mynd, sem fylgir fréttinni, munu verða stórkostleg hervirki á Vatnsmýrinni.  Byggingin er lögn ef étta eru Fokkerar, sem eru í röðum þarna.  Bílastæðin eru stór og umsmálfrek.  Svo þarf að búa til flugskýli fyrir einkaþotur og önnur leiktæki, á borð við einkaþyrlur, og svo þarf auðvitað bílskúra fyrir Bentleyana, Benzana, BMWana  og Rolsana, því ekki dugar, að þeir standi úti og bíði eigenda sinna þegar þoturnar eru úti í heimi.

 

Hver var annars að tala um þéttingu byggðar og greiðar samgöngur?

 

Nú eru menn í álíka miklum tengslum við raunveruleikann og meistari Don Kíkótí.

 

Miðbæjaríhaldið

horfir með hryllingi á eyðingu Miðbæjarins með þotukrassi og viðeigandi látum.


mbl.is Myndir af væntanlegri samgöngumiðstöð sýndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er þegar búið að gera ráð fyrir einkaþotuskýlum á öðrum stað skv. gildandi skipulagi, hefur ekkert með þessa flugstöð að gera.  Menn geyma svo rándýru bílana sína inni í þeim skýlum þegar þoturnar eru erlendis (sniðugir þessir millar ekki satt?).  Fokkerarnir sjá svo um innanlandsflugið fyrir okkur almúgann og ef þú vilt ekki nota stæðin geturðu bara tekið strætó sem verður líklega frír þegar að þessu kemur - líka fyrir þig (nema að aldurinn verði búinn að fleyta þér yfir á ellilífeyrinn og þá er hvort eð er frítt).

Þétting byggðar er einmitt málið og með því að hafa allar samgöngur á einum stað er loksins hægt að láta alla stíga og götur leiða þangað, gæti ekki verið skýrara dæmi um þéttingu.  Það hinsvegar að við séum ekki búin að fylla upp í Reykjavíkurtjörn (sem þjónar nákvæmlega engum tilgangi) er dæmi um lélega nýtingu landssvæðis og enga þéttingu byggðar.  Ég er hinsvegar hlynntur henni eins og hún er og vil hafa hana áfram, eins og flugvöllinn sem mér þykir vænt um og lít á sem hluta af borginni okkar.

Þotukrass er svona álíka heillandi fyrir sumum og bútasaumur fyrir þér... eða er ég kannski að leggja þér orð í munn?  Viltu kannski hafa  eigin skoðanir á því hvað þér finnst og leyfa okkur hinum að segja hvað er krass og hvað ekki?  Held að menn ættu frekar að snúa sér að því að ná stjórn á miðbænum og fegra hann frekar en að standa í vegi fyrir framgangi samgangna og stórbætingu aðstæðna fyrir landsbyggðarfólk sem heimsækir höfuðborgina. 

Ég spyr þig svo líkt og ég spyr marga aðra:  Hvað ætlar þú að gera þegar bæjarstjórinn í Sandgerði og íbúar þess ágæta bæjarfélags ákveða nú að þeir vilji ekki hafa flugvöll (Keflavíkurflugvöllinn) í Sandgerði (vegna "þotukrassins og skelfilegrar nýtingar byggingarlands"?  Er það þeirra að velja eða landsins alls?  Ætlar þú að taka þessa ákvörðun eða eigum við að leyfa landinu að ráða, þ.e.a.s. að rækta lýðræðið í landinu? Þetta er ekki ákvörðun Reykvíkinga einna!

Funi (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 17:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband