Hverju reiddust Goðin?

 

Auknar líkur sagðar á árásum á Íran

iransforseti.jpgLíkurnar á því að gerð verði árás á Íran vegna kjarnorkuáætlunar landsins hafa aukist í kjölfar nýrrar skýrslu Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar, þar sem stofnunin lýsir yfir  “alvarlegum áhyggjum” yfir því að landið kunni að vera að þróa kjarnorkuvopn.

New York Times skýrir frá efni skýrslunnar í dag og segir hana óvenjulega beinskeytta og nákvæma. Blaðið segir stofnunina telja að Írak skuldi henni enn “umtalsverðar útskýringar.”

Í skýrslunni eru Íranir einnig sakaðir um vísvitandi skort á samstarfi, sérstaklega í því að svara ásökunum um að kjornorkuáætlun þeirra kunni frekar að vera hugsuð í hernaðarskyni heldur en til raforkuframleiðslu.

Í netmiðlinum Asia Times Online í Hong Kong í dag er haft eftir ónefndum fyrrum bandarískum aðstoðar-utanríkisráðherra og sendiherra í tíð George H. W. Bush, fyrrum bandaríkjaforseta, að Hvíta húsið ráðgeri að gera árásir á Íran innan næstu tveggja mánaða.

í sömu frétt kemur fram að tveir öldungardeildarþingmenn, demókratinn Diane Feinstein og Richard Lugar, sem er repúblíkani, búi yfir trúnaðarupplýsingum um fyrirhugaðar árásir og hafi samt sagst ætla að skýra frá andstöðu sinni við þær opinberlega í grein í New York Times á næstu dögum. Greinin hefur þó ekki birst enn.

Í frétt New York Times segir að kjarnorkustofnunin hafi sérstaklega beðið um útskýringar á ákveðnum þáttum áætlunarinnar, þar sem her landsins virðist koma að málum.

Íranir halda fast við fyrri yfirlýsingar um að tilgangur kjornuáætlunarinnar sé eingöngu friðasamlegur. Þeir segja gögn sem sýni annað vera falsanir vestrænna leyniþjónusta.

Alþjóðakjarnorkustofnunin leggur áherslu á að það muni taka mánuði áðu en hægt sé að slá nokkru föstu um eðli kjarnorkustarfseminnar.

Í skýrslunni kemur einnig fram að Íranir hafi ekki sagt frá því að þeir hafi tekið í notkun nýjar og öflugri skilvindur í auðgun úrans.

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna varaði Írani í síðustu viku við hugsanlegum refsiaðgerðum gegn írönskum bönkum bráðlega. Öryggisráð Sameinðu þjóðanna samþykkti þriðju hrinu refsiaðgerða gegn Íran í mars s.l.

 

Þessi langhundur er tekin af Eyjan .is

Af hverju reiddust þessir aðilar EKKI þegar Ísrael kom sér upp KJARNORKUVOPNUM á sínum tíma????

Hvern langar svona í olíu auðlindir landsins, sem nú eru meira virði en nokkru sinni fyrr?

Gætu þeir átt lögheimili í BNA???

 ÞEtta er svo hræðilega gagnsætt og fyrirséð.

 

Við berjumst fyrir Lýðræði og frelsi í hugsun og málfrelsi, segja Kanarnir og dæma svo menn í kippum fyrir einmitt að segja eitthvað sem ekki er PC.

 

Var einhver að tala illa um Sovétið??

 

Miðbæjaríhaldið

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband