4.6.2008 | 14:55
Líkiur á öðru stríði við Persa.
Olmert og Bush ræða aukinn þrýsting gegn Íran - Joschka Fischer óttast hernaðarátök 2008
Ehud Olmert forsætisráðherra Ísraels sagði á fundi hjá AIPAC, samskiptanefnd Bandaríkjanna og Ísraels, í gær að stöðva þyrfti kjarnorkuáætlun Írana með öllum tiltækum ráðum. Olmert varaði jafnframt Írana við eyðileggjandi afleiðingum þess að þróa kjarnorkuvopn.
Olmert, sem ætlar ekki að segja af sér vegna ásakana um spillingu, er i þriggja daga heimsókn í Washington. Hann hittir George Bush Bandaríkjaforseta í dag þar sem þeir ræða sameiginlegar áhyggjur sínar af Íran. Yediot Achronot, víðlesnasta dagblað Ísraels, segir í forsíðufrétt í dag að Olmert ætli að hvetja Bush til þess að undirbúa árás á Íran.
Íranar halda kjarnorkuáætluninni til streitu, sem þeir segja enn aðeins vera til raforkuframleiðlsu. Condoleezza Rice utanríkisráðherra dró þá staðhæfingu í efa í sinni ræðu hjá AIPAC í gær og spurði hvers vegna Íranar héldu þá ennþá áfram auðgun úrans í trássi við ályktun Öryggisráðs Sþ og leyfðu ekki fullan aðgang sérfræðinga Alþjóða kjarnorkustofnunarinnar að húsakynnum áætlunarinnar. Hún sagðist tilbúin til viðræðna við Írana að uppfylltum skilyrðum Öryggsráðsins. Barack Obama forsetaframbjóðandi sem hefur talað fyrir beinum viðræðum við Íran ávarpar AIPAC í dag. John McCain forsetaframbjóðandi repúblíkana
Ísraelsmenn telja að nýleg niðurstaða bandarískra leyniþjónusta um að Íran hafi lagt þróun kjarnorkuvopna á hilluna fái ekki staðist. Olmert hvatt í ræðu sinni í gær til harðari refsiaðgerða gegn Íran. Hann vill. m.a. banna fjármálaleg samkipti Írans og annarra landa, þar með viðskiptaferðir til landsins. Þetta væri í raun samskonar viðskiptabann og sett var á Írak fyrir innrásina 2003.
Joschka Fischer fyrrverandi utanríkisráðherra Þýskalands sagði í blaðagrein á föstudaginn, að þegar á þessu ári stefni í önnur meiriháttar hernaðarátök í Miðausturlöndum, því Ísraelsmenn og Bush virðist ráðgera að ráða niðurlögum kjarnorkuáætlunarinnar með hernaðaraðgerðum.
Fischer segir Írana þurfa að ganga til samninga á grundvelli tillagna fimm ríkja Öryggisráðsins og Þýskalands. Jafnframt sé lykilatriði að þeir frysti kjarnorkuáætlun sína á meðan þær samningaviðræður fari fram ef þeir ætli að komast hjá hernaðarátökum. Takist nýjustu samningaumleitanirnar ekki, verður ástandið fljótt alvarlegt og við taki dauðans alvara.
Fischer heldur því fram að Ísraelsmenn muni ráðast á Íran áður en Bush lætur af völdum í janúar og hafi fengið til þess grænt ljós frá Bush í nýlegri Ísraelsheimsókn hans.
Bjarni Kjartansson
4. júní, 2008 - 14:26
Auðvitað geta Ísraelsmenn frið í það stríð.
Þeir geta hæglega notað sín Kjarnorkuvopn sem þeir smíðuðu EFTIR bann SÞ við smíði kjarnavopna.
Svo hefst leitin að WOMD en engin munu finnast.
Gyðingum er slétt sama þeir vilja ganga milli bols og höfuðs á þessum þjóðum hvort sem þær eiga svoleiðis vopn eða ekki.
Auk þess, þurfa ,,Viðskiptajöfrar að eignat fleirri olíulindir.
Skítapakk
Miðbæjaríhaldið
Vildi setja þetta hér inn, því að menn ættu að vita, að meiri líkur eru til, en minni, að einmitt eitthvað svona verði, með tilheyrandi bomsala bomm fyrir okkur á Vesturlöndum.
Miðbæjaríhaldið
treystir EKKI Gyðingum, hvorki í Ísrael eða í BNA, hvar lobbýistarnir þeirra ráða allmiklu og þeir yfir Hollywood
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.