Hvenær ætla menn að gera sér grein fyrir því, að meinið er ekki erlendis, heldur frekar innanmein?
Það virðist ekki einleikið, hvað allt er laust í reipunum hjá eftirlitsstofnunum fjármála hér hjá okkur.
Hvernig má það vera, að fljótlega EFTIR að bankamenn fóru að sjá merki um að hægja færi á stuðinu, fóru þeir að heimta að fá að gera upp í Evru og færa allt sitt í þeim miðli?
Nánast beint í kjölfarið verður algert hrun á gengismarkaði og allt fer í stóra stoppið. Er það bara ég sem finn furðulega lykt af þessu öllu saman?
Fólk sem keypti lóðir á svona 16 milljónir með vilyrðum frá sínum viðskiptabanka vexti eru nú að sjá sama lán komið upp í um 21 millu og greiðslubyrðin sem var um 140 þús á mánuði er nú um 260 þús á mánuði.
Svona er ekkert annað en eignaupptaka af sverustu gerð.
Ekki nema von, að ekki eru langar biðraðir eftir mannauði fjármálafyrirtækja okkar og erlendir bankar séu ekki æstir að fá nokkra af okkar spekingum til að stjórna sínum bönkum.
Miðbæjaríhaldið
með böggum Hildar yfir stöðu mála fyrir unga fólkið á landinu bláa
Lækkun krónunnar 3,58% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sem sagt að einkavæðing bankanna voru mistök. Ríkið átti að halda eftir einum banka og selja síðan hina í dreifðri eignaraðild. En nei Sjálfstæðisflokkurinn fer alltaf leið spillingarinnar í öllum málum, sbr. kvótakerfið, sala eigna varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli og sala Íslenskra aðalaverktaka. Þetta er því miður ekki tæmandi upptalning. Furðulegt að fólk skuli aldrei refsa flokknum, það er eins og þið 40% þjóðarinnar sé þessu öllu sammála og að þetta sé bara í fína lagi. Maður sér eignir sínar hverfa fyrir augunum á sér og þær fáu krónur sem maður átti í sparnað brenna upp vegna þess að þetta er ónýtur gjaldmiðill. Takk Sjálfstæðisflokkur!!!
Valsól (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 11:41
Valsól, mér er þungt í geði að viðurkenna, að hluta verð ég að samsinna því sem þú hér skrifar.
að vísu voru það Kratar, Framsókanrmenn og Kommar,s em komu Kvótakerfinu á koppinn. Feður þess eru báðir Kratar, Jóhannes Norðdal og Gylfi Þ sem var hugmyndafræðingurinn á bak við Kvótakerfi svona heilt yfir, enda votur draumur burokrata, að eiga sér svona KERFI.
Um sölllu /gjafir á bönkunum vil ég segja það eitt, að við vorum afar margir, sem vildum að hverjum ríkisborgara yrði sent í pósti, hlutabréf í LÍ og Búnaðarbankanum, einnig hluta Ríkisins í Íslandsbankanum /Iðnaðarbankahlutannog Fiskveiðisjóðs.
Síðan væri það á valdi hvers og eins, að selja eða eiga sinn hlut.
Um sölu fasteigna á Varnarsvæðinu er það að segja, að þar kvað hafa verið farið eftir ströngustu reglum um útboð og ekkert bakvinnsluherbergja sukk í gangi,--að því er Hætiréttur, Fjárma´laeftirlitið og fl. hafa gefið út. Þar finst mér aftur að menn hafi farið afar nálægt öllum brúnum hins siðlega, ef ekki löglega en það kann ég svosem ekki, enda ekki löglærður maður.
Hin svívirðan er aftur, hvernig staðið var að og staðið er enn, að dreyfingu eigna Samvinnufélaga, því flest eru þau enn til (sb Jötunn Hf og fl.) ÞAr virðast menn geta vélað um að vild og sumt af því sem þar er gert --í skjóli laga eða vöntunar á lögum,----er ekki bara skuggalegt, heldur ber vott um siðblindu og óforskömmustulegheit í efsta veldi.
Við íhöld sem fædd erum um miðja síðustu öld vitum allt um mannlegt eðli og höfum haldið hjartnæmar ræður þar um og bent á hætturnar sem eru af þvi´að menn geti komist í aðstæður til að skapa sér sitt eigið svið og vígvöll, hver reglur eru þannig að þeri geti ekki tapað. Þar er ég að tala um Ólafslög um Verðtryggingu.
ÞAðs em nú er að gerast er, að menn eru að breyta með kerfisbundnum hætti, grunni að eign í fasteignum á Íslandi. Þeir ráðast á gengi Krónu og setja verðskrúfu í gang. Þetta þýðir, að HÖFUÐSTÓLL allra lána sem enn eru ógreidd og tekin voru eftir að Ólafslögin tóku gildi, hækka um skelfilega mörg % .
Þetta er óafsakanlegt af mínum mönnum og hefi ég oft orðið mér til skammar á Landsfundum þegar ég er púkó og tala GEGN sjálfvirkni fjárplógsmanna og ofurvaldi innheimtulöffa.
Rassskellurinn sem Sjálfstæðisflokksmenn þyrftu er sá, að FÉLÖGIN VELDU EINUNGIS GÖMUL ÍHÖLD TIL SETU Á NÆASTA LANDSFUNDUI, ÍHÖLD Á BORÐ VIÐ EINAR ODD HEITIN OG MATTA BJARNA.
Þa´væri aftur búanidi hér.
Bjarni Kjartansson, 24.6.2008 kl. 13:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.