Nú skil ég hvað bloggvinur minn meinar með orðinu ,,Raðlygarar"

Samkvæmt greiningardeildum SÖMU banka og nú segja af og frá, að -einhverjir bankar- sic, séu að manupúlera gengi ísKr, ætti raunveruleg staða gengisvísitölu ísKr að vera á bilinu 120 til 135 stig.

Það sögðu þau í vetur rétt um áramót.

Sumir sögu líka að Vertrygging væri ekkert sérlega góð fyrir bankana-----til langs tíma litið.

Vitandi það auðvitað, að ef einhver pólitíkus færi að ympra á því, að afnema Verðtryggða Krónu, yrðu biðlistar ,,sérfræðinga" í fjölmiðla sem segðu að það væri bara gersamlega ótækt og þeir fengju undirtektir hjá öllum þeim sem ættu hag af óbreyttu ástandi.

 

Hvað gerðist 2001??

Hverjir gerðu á árás á Kr??

 

Voru það SÖMU bankar?

 

Af hverju var þá slegið á putta bankamanna (Davíð fór og tók pening út úr banka, með þjósti)

Við búum í mannheimum minn kæri vinur, sagði Einar minn Oddur við mig, þegar ég var að býsnast yfir sjálft0ökuliðinu.  ,,Eins lengi og menn ekki viðurkenna hinn mannlega breyskleika munu þeir geta gert þetta elsku besti Ljúfurinn minn"  þetta sagði hann þegar mér blöskraði alveg.

 

Djöfull sé ég eftir Einari mínum Oddi.

 

Skelfileg örlög að missa sannann heiðarlegan gegnheilan bróður af vettvangi.

 

Ragnar Önundarson kann þetta allt og hefur sagt allt það fyrir sem er nú að ríður yfir heimilin í landinu.

 

Af hverju er ekki hlustað á heiðarlega menn sem segja okkur satt og draga ekki undan þekkingu sína á mannlegu eðli.

 

Hví er almenningur svona ginkeyptur fyrir áferðafallegum raðlygurum, sem sumir eru gersamlega siðblindir??????

 

Miðbæjaríhaldið

Syrgir óaflátlega vin sinn og félaga Einar Odd


mbl.is Bankarnir fá 80 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Sæll Bjarni

Við erum ekki alltaf sammála, þótt við séum flokksbræður, en í þetta skipti hittir þú svo nákvæmlega naglann á höfuðið.

Það vantar mann og helst menn eins og Einar Odd í okkar flokk í dag:

Menn, sem þora að segja sannleikann og draga ekkert undan. Menn, sem hlýða ekki umyrðalaust ef þeim mislíkar eitthvað gróflega og þora að brjótast undan flokksaganum og hlýða sinni eigin samvisku. Menn, sem þora að segja óþægilega hluti ...

Ég hef líka lesið greinarnar hans Ragnars, sem einkennast af heiðarleika og sannleika. Þannig maður er Ragnar Önundarson nú einu sinni, algjörlega traustur. Auðvitað ætti að hlusta á svoleiðis menn.

Sumir segja að þetta sé gamli tíminn og hann sé liðinn undir lok, en það er ekki rétt. Við munum sjá þessi gömlu góðu gildi - og þú veist nákvæmlega hvaða gildi ég á við - rísa aftur upp. Þeirra tími mun koma!

Þessi gildi eru svo gömul og svo sönn að þau líða ekki svona einfaldlega undir lok!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 25.6.2008 kl. 17:19

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

..raðlygari er "mytomani" á ensku og er einkennandi fyrir valdsmenn og bankamenn þessa tímana á Íslandi. Ég fattaði þetta 4 milljónum króna of seint..

Óskar Arnórsson, 26.6.2008 kl. 01:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband