30.6.2008 | 15:59
Nú lesa menn söguna afturábak líkt og Skrattinn forðum Ritninguna.
Hverslags bévítans bull er þetta í mönnunum?
AÐ ætla sér að klína þessu á Íbúðalánasjóð er meiri hugarflugs akrobatíkk en ég áður hef heyrt frá mönnum sem vilja láta taka sig alvarlega í umræðunni um fjármál.
Ég hafði ástæðu til að ætla að Villi Egils vissi betur en þetta.
Ég legg því til, að við segjum okkur hið hraðasta úr EES og tökum upp tvíhliða samninga, eins og við áttum ætíð að gera.
Nú fá flugfélögin á kjaftinn.
Svo verða Írar annaðhvort settir í II.flokk eða reknir úr sambandinu, sem átti að vera lýðræðislegt en svo breytist þetta allt og það sem einu sinni átti að verða verður ekki og réttindi sem einu sinni áttu að fylgja fylgja ekki lengur.
Allt í plati ra... ...i.
Svo vilja stórgrósserar bæði njóta kosta ríkisfangsins okkar en á sama tíma ekki greiða hugsanleg afgjöld af tekjum.
Svo undanskilja stjórnmálamenn hina ríku undan skattagreiðslum sem þeim var áður heimilt að fresta um ákveðin tíma. Nú eru þeir skuldlausir við ríkissjóð.
Skyldu þeir verða svona liðlegir við Litlu Gunnu Kleinusteikingakonu?
Miðbæjaríhaldið
vill að eitt gangi yfir alla og menn gjöri rétt en þoli hvorki sér né öðrum að gera órétt.
Stjórnvöld breyti aðkomu sinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Markaðshyggjan eirir engu og er ekki í rónni fyrr en hún sér allan sinn akur í flagi.
Sem er kannski ekki svo skynsamlegt.
Árni Gunnarsson, 30.6.2008 kl. 22:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.