1.7.2008 | 10:44
Ef menn missa trúverðuleika sinn, bara vegna þess, að ,,ætlast er til þess" að þeir segi svona nokkuð
Þór og Vilhjálmur falsa söguna
Ég man sprengingu húsnæðislána eins og hún hafi gerzt í gær. Þar var ekki Íbúðalánasjóður að verki. Einkavæddu bankarnir ruddust fram í ágúst 2004. Þeir buðu 100% lán og ótakmarkaðar fjárhæðir. Nokkrum mánuðum seinna fór Íbúðalánasjóður að bjóða 90% lán og þak á fjárhæðum. Nú er verið að reyna að falsa þessa sögu. Fara þar fremstir í flokki Þór Sigfússon og Vilhjálmur Egilsson frá Samtökum atvinnulífsins. Óskammfeilnari en pólitíkusar, sem ljúga í túlkunum. Þór og Vilhjálmur ljúga hins vegar í staðreyndum. Þeir falsa söguna. Ég mun aldrei aftur taka mark á einu orði frá þeim félögum.
Að fá svona umsögn, þó frá pólitískum andstæðing er EKKI gott.
Ég afritaði þetta af jonas.is en mér líst ekki á, þegar svona að því er virðist vísvitandi er sagt bjagað frá málum og í algerri mótsögn við, hvernig við hin upplifum söguna.
Vonandi skýra þeir þetta vel en hvað veit maður.
Miðbæjaríhaldið
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er bannað að segja ósatt og ótrúlegt að hinn skagfirski Villi og eyjapeyinn Þór hafi lært það í æsku.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 11:10
Ég þekki Villa nokkuð vel og veit að hann er óljúgfróður en stundum látamenn undan kröfum húsbænda sinna, jafnvel skagfirski húskarl Vilhjálmur.
Hinn þekki ég ekki en kann nokkur deili á hans fólki,hvert öðru frómara.
Því er þetta ENN sárara fyrir mig, íhaldskurf og að eigin trú, séntilmenni.
Miðbæjaríhaldið
Bjarni Kjartansson, 1.7.2008 kl. 11:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.