Svona í forbifarten????

Skilja menn þetta núna eitthvað betur??

Tilvitnun í ,,fréttina"

 

Loks veldur gengislækkun krónunnar verðhækkunum innfluttra vara, sem leiðir til hækkunar verðtryggðra eigna.

„Bankarnir munu samtals bókfæra um 27 milljarða króna í hækkun verðtryggðra eigna umfram skuldir á öðrum fjórðungi ársins 2008.“

 

Semsagt, sömu aðilar og hagnast af lækkun Ískr.,  hækkunar vöru og þjónustu og að ekki sé talað um liðinn ,,kostnað við íbúðarhúsnæði" hvað vextir spila hvað stærstu rullu, ---geta stjórnað sinni ,,eign" (höfuðstólar lána úti hjá viðskipta,,vinum" sínum.  Vinur er innan tilvísunarmerkja hjá mér, þar sem mér er stórlega til efs, að það sé réttnefni á viðskipamönnum banka og fjármálafyrirtækja, heldur væri viðskipta-bandingjar/þrælar vera nær réttu máli.

Svo eru menn kallaðir bullukollar, sem krefjast afnáms svona svikamyllu, sem Verðtryggingin er, þar sem TEKJUR OKKAR ERU EKKI VERÐTRYGGÐAR.

 

Svo eru alltaf til menn, sem dásama kerfin, hvort sem þau brjóta í bága við mannréttindi og því í baga við stofnskrá Sameinuðu þjóðanna, sem við stærum okkur að vera meðlimir í og tölum niður eftir nefi okkar að þeim, sem ,,Ekki virða mannréttindi" svo sem 3ja heims ríkin (hin) eða bara þau sem brjóta gróflega gegn réttlætiskennd manna.

Vonandi fatta stjórnvöld, að nú eru allir mælar á rauðu, bæði hjá þeim, sem eru komnir í innheimtu með tilheyrandi hryllingsrukkunum og afarkostum sem slíku fylgir eða bara aðstandendur þeirra.

 

Miðbæjaríhaldið


mbl.is Glitnir: Umhverfið fjandsamlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

Bjarni!  Þessi verðtrygging a.m.k lífeyrissjóðslánanna er það eina sem við aumir eftirlaunamenn og konur höfum í hendi. Annað er reitt af okkur sem fiður af hænsnum.

Ef þessi verðtrygging er afnumin - hvað á þá að gæta þessa lífeyris ?

Við þekkjum báðir sögu óðaverbólguáranna eftir 1973... 

Þeir sem hafa verið í starfi hjá hinu opinbera - eru tryggðir gagnvart rýrnun svo ekki sé talað um aðalinn sem verði hefur á alþingi. 

Sævar Helgason, 14.7.2008 kl. 17:26

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Sævar minn, þannig er með Gullið sem í þeim sjóðum er, að það kvað hverfult.

Ekki veit ég betur en, að Einari nokkrum, sem vakta átti ,,ávöxtun" þess í Lífeyrissjóðum, svo sem Austurlands, hafi eitthvað fipast í ,,vörslu" sjóðsins og hann rýrnaði verulega, þó svo að eignasafn hans sjálfs og stofnunarinnar, sem passa átti aur Ekkjunnar, hafi dirast mjög a´sama tímabili.

Ekki varði Verðtryggingin eigur Ekkjunnar´þá.  Nei minn kæri, svo mun, að þeir sem hafa aðstöðuna, munu nota hana.  Algerlega er borin sú von, að eftirlit og rannsakendur komi lögum yfir þetta lið, emda eru gerðir þeirrra oftar en ekki ,,löglegar" en gersamlega siðlausar og þeir miklast um, hverjir við aðra (hef heyrt á tal slíkra) og kalla okkur sem reytir hafa verið ,,sökkera" og fífl.

Hvaða þrýstihópur skyldi vera virkastur þegar kemur að lagasetningu um svona fyrirbrigði???

Litla Gunna og bóndi hennar Litli Jón??????????????

Ætli hér sé ekki með svipuðu sniði, og í BNA ob víðar, að það sé ekki fjöldi í hópnum, heldur ,,st Sjáðu bara hollustueyða forsætisframbjóðenda í Kananaslandi við fótskör hagsmunafélaga Gyðinga.  Þeir berjast báðir tveir um, að lofa meiri og meiri peningum og hergögnum, ásamt og með blóði hermanna sinna.

Nei kæri bolggvinur, Verðtryggingin ver EKKI venjulega brauðstritara, dæmin SANNA annað.

Miðbæjaríhaldið

treystir ekki siðblindingjum

Bjarni Kjartansson, 15.7.2008 kl. 09:13

3 Smámynd: Sævar Helgason

Það er mikið til í þessu, Bjarni.  Sjálfur hef ég brennst nokkuð vegna slæmra fjármálagerninga í mínum fyrrum lífeyrissjóði- en er nú í stórum og öflugum lífeyrissjóði.

Hér á árum áður og í upphafi almennra lífeyrissjóða - þá einkenndist ástandið af mjög mörgum litlum sjóðum .

Verðbólgubálið mikla frá 1973- 1983 brenndi þá marga upp til agna. Þá kom verðtryggingin til sögunnar.

Lífeyrissjóðirnir urðu að máttarstólpum og eru í dag -ja, nánast eina stolt okkar í efnahagsmálum sem stendur upp úr.

En það er verðbólgan sem er  erkifjandi þeirra sem verðtryggðu lánin taka og verða að greiða.  Þá eru við komin að  stjórn efnahagsmála og peningastefnunnar. 

Eftir að  Einar Oddur  og  Guðmundur Jaki unnu það afrek  að  ráðast  að rótum verðbólgumeinsemdarinnar  og stöðugleiki myndaðist  í kjölfarið  - uppúr 1990   þá  lifðum við langt tímaskeið  með  mjög lágri verðbólgu og  vandamálalausri vrðtryggingu lána... blómaskeið.

Er ekki einmitt  nú , þegar  verið er að minnast afreks Einars Odds - að við eigum og verðum að  feta þá slóð að nýju...???  

Sævar Helgason, 15.7.2008 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband