23.7.2008 | 10:44
Bernskur mjög.
Ég bara trúi því ekki, að ráðherra sé svona helvíti naiv.
Auðvitað verður fjölda manna sagt upp, til þess er leikurinn gerður.
Heldur þessi ágæti maður virkilega, að allir sem starfa í ,,höfuðstöðvunum" haldið vinnu sinni? Skelfilega má þa´blessaður Björgvin vera auðtrúa,, ef það er satt sem hann segir við fjölmiðla um þetta.
KAupþing er að yfirtaka SPRON með aðstoð þeirra sem þar stjórna, --að því er virðist,-- og þeir munu EKKI viðhalda kostnaði sem er óþarfur eftir sameiningu.
Björgvin ætti að hafa meiri trú á vitsmunum almennings.
Miðbæjaríhaldið
Ráðherra trúir ekki á uppsagnir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Við lána innmokstur síðustu ára var eðlilegt að bankakerfið tútnaði út- það var jú vinna að sinna þessari "atvinnugrein" Nú vill engin lána okkur meir nema á afarkjörum og við sennilega búin að fá upp fyrir höfuð af skuldsetningum.
Sú offita sem hlóðst þá á bankakerfið , er nú að renna af- með hraði enda grundvöllurinn á brauðfótum...
Er Þetta ekki verkurinn???
kveðja
Sævar Helgason, 23.7.2008 kl. 11:20
Auðvitað er þetta rétt hjá þér.
Hitt er annað mál og alvarlegra, að RÁÐHERRA VIÐSKIPTAMÁLA skuli LEYFA SÉR að segjast trúa því,a ðekki þurfi að hagræða hjá banka, sem verið er að taka yfir vegna stöðu hans og hvernig stjórn hans hefur verið samtvinnuð einu tilteknu fyrirtæki.
Ráðherra getur ekki leyft sér þann munað, að láta sem ekkert sé í svona málum og taka málstað þeirra sem styðja yfirtökuna, sem nú virðist æ vera að taka á sig brag óvinveittrar yfirtöku.
Kveðja MIðbæjaríhaldið
Bjarni Kjartansson, 23.7.2008 kl. 11:51
Það er nú komið í ljós Bjarni að um 200 manns verður sagt upp og launum toppanna verður breytt.
Jakob Falur Kristinsson, 24.7.2008 kl. 17:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.