30.7.2008 | 11:25
Hvernig er með mismunun kröfuhafa?
Viðskiptakröfur í svona bú, líkt og Mest var fyrir aðkomu Glitnis og þá aðgerð, að skipta félaginu upp í tvennt, eru margvísilegar og á tíðum tengdar eðlilegum viðskiptum viðskiptaVina við Þjónustu-fyrirtæki.
Það gerir að verkum, að margskonar kröfur, sem verða til, vegna gallaðrar vöru og vanefnda á afhendingu, margra hluta vegna, svo að á hverjum tíma geta verið útistandandi svoleiðis kröfur sem saman nema þó nokkurri upphæð.
eigendur slíkra krafna eru að venju viðskipta-Vinir fyrirtækisins og þó að hver upphæð virðist ekki há í augum stórbokka, sem kunna ekkert nema í milljónatugum ,-helst meilljörðum, eru þetta miklar upphæðir í heimilisbókhaldinu og tap slíkra krafna eru tilfinnanlegt.
Hér virðist viðskiptabanki Mest hafa farið fram með offorsi til að ,,trygja sínar kröfur" Auðvitað að undangengnu innheimtuferli lögmanna með tilheyrandi hækkunar krafna.
Því munu allmargir viðskipta-Vinir fyrirtækisins tapa sínum ,,lágu" kröfum. Þeim verður nefnilega skipað í röðina og Bústjóri mun skipta upp, eftir því sem hægt er.
Reynslan er samt sú, að þeir hinir minni ,,kröfueigendur" munu settir afar aftarlega á merina og þegar bankinn hefur enn látið sína greip sópa um það sem bitastætt er í hræinu, munu hinir ganga svangir frá velli.
Hugsanlega munu þeir ,,byrgjar" sem bankinn hefur velþóknun á, fá að sleikja eiitthvað blóð ðaf velli en það verður lítið og rétt til að halda smá lífsmarki með viðkomandi.
Síðan munu menn bjóða hvorum öðrum í nefið og gá þegar kýr er leidd úr fjósi, eins og segir í laginu forðum.
Miðbæjaríhaldið
hneykslaður á siðferði svona gerða og að Fjármálaeftirlitið láti svona óátalið. Svo er umhugsunarefni, hvort fellóskapur millum löffa sé OF mikill og ,,hinir" sem utan standa verði ekki bara einfaldlega fyrir barðinu á græðgi og stráksskap margra í þeirri stétt.
Mest gjaldþrota | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.