Bara til umhugsunar fyrir svona ,,venjulegt" fólk

Var að vafra um Vísi.

 

Þetta var þar inni á meðal upplýsingum um tekjur bankastjóranna ogfl.

 Úr Vísi

Þeir starfsmenn sem sagt var upp hjá MEST og fá ekki borguð laun um þessa mánaðarmót þurfa væntanlega að fá fyrirgreiðslu í banka til að takast á við skyldur sínar, að sögn Elíasar Magnússonar, forstöðumanns Kjarasviðs VR. Eins og kom fram í fréttum fyrr í mánuðinum hirti Glitnir, sem var stærsti kröfuhafi hjá MEST, til sín steypu- og helluframleiðsluhluta MEST.

Sá hluti fyrirtækisins Mest, sem nýverið hlaut nafnið Tæki, tól og byggingavörur ehf verður hins vegar tekið til gjaldþrotaskipta, að ósk stjórnenda fyrirtækisins. Hátt í 60 manns störfuðu hjá fyrirtækinu og var þeim tjáð í gær að þeim verði ekki greidd laun fyrir júlímánuð.

Elías segir að uppsagnirnar komi mjög illa við starfsmenn. Fundað hafi verið með þeim í síðustu viku til að fara yfir hvað myndi gerast ef þessi staða kæmi upp. „Við fórum í dag að hitta starfsmannastjórann og erum að bíða eftir því að fyrirtækið verði formlega lýst gjaldþrota og munum þá gera kröfu í þrotabúið fyrir alla félagsmenn VR sem störfuðu hjá fyrirtækinu," segir Elías í samtali við Vísi.

Elías segir að á endanum muni ábyrgðarsjóður létta undir með starfsfólkinu en það muni taka vikur eða jafnvel mánuði. Þeir verði hins vegar að fá fyrirgreiðslu í banka til að greiða reikninga um þessi mánaðarmót. „Þess vegna vorum við einmitt að vonast til þess að fólkið fengi greitt um þessi mánaðarmót," segir Elías.

„Bankinn mat það þannig að þetta væri illskásti kosturinn til þess að bjarga verðmætum enda telur bankinn og aðrir lánadrottnar meiri hagsmuni af því að halda starfsemi félagsins gangandi og tryggja atvinnu stórs hluta starfsmanna Steypustöðvarinnar Mest. Með þessu er bankinn og aðrir lánadrottnar því aðeins að reyna að lágmarka skaðann og ekki síst að tryggja að 100 starfsmenn Steypustöðvarinnar Mest missi ekki vinnuna," segir í yfirlýsingu sem Már Másson, forstöðumaður Samskiptasviðs Glitnis, sendi Vísi vegna þessarar fréttar.  


Manni verður svona og svona um lestur síðustu málsgrienarinnar sem er undir tilvísunarmerkjum og er því eftir Má Magnússyni höfð.

Ég leyfi mér að efast mjög um, að hagsmunir starfsmanna hafi verið ofarlega í huga þessara menna.

 

Það kom í ljós í fréttum, að starfsmönnunum var gert að skrifa undir, að þeir afsöluðu sér ÖLLUM KAUPGJALDSHÆKKUNUM til næstu 18 mánaða.

 

Það er EKKI að hafa hag starfsmanna í huga, svo mikið get ég fullyrt.

Mðibæjaríhaldið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband