1.8.2008 | 11:05
Þetta er nú nokkuð góð upphæð til að lina þjáningar verkamanna sem eru nú að missa vinnuna og laun sín.
Enn af Vísi.
Bankamenn báru ekki skarðan hlut frá borði tekjulega séð á síðasta ári ef marka má álingarskrá skattsins sem lögð var fram í gær. Alls voru ellefu tekjuhæstu bankamenn landsins með rétt tæpa fjóra milljarða samtals á síðasta ári og höfðu allir yfir 20 milljónir í mánuði í tekjur.
Hafa skal í huga að tekjur þessara manna eru ekki eingöngu launagreiðslur heldur einnig skattskyldur hagnaður af kaupréttum sem þeir hafa fengið hjá sínum bönkum.
Hvað finnst mnnum um svona lagað?
Eru menn ekki sáttir við, að hagnaður af sölu hlutabréfa og brasks með þau, sé nú orðin SKATTFRJÁLS!!!!!!!!!!!!!!!!
Miðbæjaríhaldið
Ekki sáttur við, að gróði af hlutabréfabraski, sé ekki skattlögð, líkt og aðrar tekjur manna.
Eitt skal yfir alla ganga í lagasetningu.
Annað er órétt
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:07 | Facebook
Athugasemdir
Ég tel að forsvarsmenn Glitnis séu með orðum sínum að gera tilraun til að fegra vafasamt siðferði sitt í þessu máli. Nauðungarsamningur þeirra við þá starfsmenn sem létu glepjast til að fara yfir í nýja félagið sýnir það svart á hvítu. Aðgerðir Glitnis snúast ekki um þetta fólk heldur sérhagsmuni bankans. Í þessu máli er bankinn að nýta sér slæmt atvinnuástand til þess að svínbeygja starfsfólkið undir sig í sérhagsmunagæslu sinni.
Ég þori að fullyrða að fleiri starfsmenn munu missa vinnuna í nýja félaginu þegar fram í sækir. Bankinn mun kalla eftir svokallaðri "hagræðingu" í fyrirtækinu þar til hagsmunir bankans hafa verið tryggðir. Já það munu fleiri fá að fjúka, svo óskaplega þykir þessum mönnum nú vænt um þessa starfsmenn sýna.
Hvað þá starfsmenn varðar sem bankinn skildi eftir atvinnulausa og svipti ráðstöfunartekjum sínum, Þá hefði bankanum, svona miðað við miljarða gróðan og ofurlauna aðalinn innan dyra bankans, ekki munað um að gera upp launamál starfsmanna Mest áður en félagið var látið fara í þrot.
DanTh, 1.8.2008 kl. 11:47
Þarna fór villupúkinn aðeins af stað. Starfsmenn sína skal það vera.
DanTh, 1.8.2008 kl. 11:52
Siðvæðing ísl stjórnmála er brýn,--mjög brýn.
Bjarni Kjartansson, 1.8.2008 kl. 12:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.