7.8.2008 | 15:02
Og hvað skildi forstjóri Spron fá að kaupa mikið?
Rakst á þetta í yfirferð minni um Eyjuna.
Er hissa á, að ekki skuli hingað komið fyrir löngu.
Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings og Sigurður Einarsson stjórnarformaður hafa keypt hluti í félaginu fyrir samtals fyrir 492 milljónir króna á meira en helmingi lægra gengi en skráð er í Kauphöllinni.
Kaupin eru í samræmi við kaupréttarsamninga. Væru hlutabréfin seld í dag fengjust fyrir þau tæpar 1150 milljónir króna. Hagnaðurinn væri því tæpar 660 milljónir króna. Aðalfundur Kaupþings 27. mars 2004 samþykkti kaupsamninga handa Hreiðari Má Sigurðssyni, forstjóra Kaupþings, og Sigurði Einarssyni, stjórnarformanni félagsins.
Samningarnir heimila Hreiðari og Sigurði að kaupa árlega, allt að 812 þúsundi hluti hvor í 5 ár á genginu 303.
Gengi félagsins í Kauphöllinni er nú skráð 707.
Hreiðar og Sigurður nýttu sér fyrst kaupréttinn í mars 2004. Samkvæmt samningunum verða þeir að eiga hlutina í þrjú ár frá kaupunum. Í gær keyptu hvor þeirra 812 þúsund hluti og greiddu hvor 246 milljónir fyrir, eða samtals 492 milljónir króna. Væru hlutabréfin seld í dag fengist fyrir þau tæpar 1150 milljónir króna. Hagnaður væri því tæpar 660 milljónir króna.
Samkvæmt tilkynningu á vef Kauphallarinnar eiga Sigurður og Hreiðar áfram kauprétt að ríflega 2,4 milljónum hluta.
Hreiðar Már framseldi hlut sinn til eignarhaldsfélags síns, Hreiðar Már Sigurðsson ehf. Það félag og aðilar fjárhagslega tengdir Hreiðari Már eiga nú tæplega 8,2 milljónir hluta í Kaupþingi að markaðsvirði 5,8 milljarðar króna. Sigurður Einarsson á tæplega 9 milljónir hluta og er markaðsvirði þeirra 6,4 milljarðar króna.
Fyrir ári var gengi bréfa í Kaupþingi 1182, en samkvæmt Greiningu Glitnis var gengi hlutarins í Kaupþingi föstudaginn 26. mars 2004, daginn áður en aðalfundur samþykkti kaupréttarsamningana, 282,5.Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.