Nú eru stórmerki, ég SAMMÁLA Eiríki!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Eiríkur Bergmann er einn staðfastasti boðberi ESB og Evru á landinu kalda.  Því er hann nánast hrútleiðinlgur  og fyrirsjáanlegur penni.

 

Því varð ég mjög hissa þegar ég las grein hans í 24Stundum í dag.  Hann fór skeið, jafnvel flugskeið á ritvelli, nokkuð sem ég átti satt best að segja EKKi von á en ég les hann ætíð af skyldurækni þess, sem vill kynna sér rök ,,hinna".

 

Hvað um það hann tók aldeilis til kostana í þessari grein sinni.

Þar sem hún hefur verið birt opinberlega og ég geri kyrfilega grein fyrir því, hvenær ég er að stela úr greininni og hvenær ekki skal nú hefja ritstuld;

 

Greinin nefnist

 

,,Við borgum, já við borgum"

 

Það er ekki laust við að nokkurrar undrunar hafi gætt í skrifum breska stórblaðsins The Financial Times á dögunum þegar blaðið ræddi uppgjör íslensku viðskiptabankanna. Þrátt fyrir efnahagsdýfu á alþjóðavísu skiluðu allir þrír viðskiptabankarnir góðum hagnaði. Að vísu ekki sama fítonshagnaði og áður, en eigi að síður nokkuð traustri afkomu. Og það kom sérfræðingum Financial Times semsé svona mjög á óvart. En áður hafði farið fram á síðum blaðsins nokkuð óvægin umræða um íslenskt efnahagslíf, á sumum þeirra skrifa mátti jafnvel skilja að íslenskubankarnir væru á þráðbeinni leið á höfuðið.

Einlæg undrun

Fréttin í blaðinu um daginn var ekki aðeins einhvers konar feginleikaandvarp, þegar uppgjör bankanna sýndu svart á hvítu fram á aðstaðan væri mun betri en menn óttuðust, heldur mátti einnig greina í skrifunum einlæga undrun. Hvernig gat það staðist, spurði blaðið, að þrátt fyrir fjölmargar arfaslakar og rándýrar fjárfestingar haldi bankarnir enn sjó? Það var illt að skilja.

Blaðamennirnir áttu greinilega von á að æðibunugangur íslensku útrásarbankanna myndi koma þeim illilega í koll nú þegar alþjóðlega lánsfjárkreppan var farin að bíta fastar í grunnstoðir fjármálafyrirtækja út um allan heim. Sér í lagi þar sem svo margir voru hættir að geta greitt af ofgnóttarlánum þeim sem bankarnir otuðu að fólki og fyrirtækjum í uppsveiflunni. Og svo þegar hrun krónunnar bættist ofan í kaupið áttu blaðamenn Financial Times sem sé ekki von á góðu. Ekki frekar en greiningardeildir matsfyrirtækja um víða veröld. Já, hvernig gat þetta staðist?

Óskiljanlegt

Það getur vel verið að sprenglærðir fjármálaspekúlantar úti í hinum stóra heimi eigi erfitt með að skilja þetta. Maður sér þá fyrir sér í teinóttum fötum, í glerjaðri hornskrifstofu með útsýni yfir Thames eða Hudson, lagandi á sér hnausþykkan bindishnútinn og klóra sér í kollinum yfir útkomunni. Hér eru öll efnahagslögmál á haus.

En við, almennir íslenskir skuldarar, sem fátt höfum lært í fínni fræðum fjármálanna, við skiljum þetta hins vegar mætavel. Það erum nefnilega við sem borgum. Það erum við sem höldum bönkunum á floti. Við erum hinar traustu stoðir íslenska fjármálakerfisins.

Og alveg sama hvað þeir sukka og svína, hvað þeir fjárfesta vitlaust og fljúga margar ferðir á einkaþotunum sínum, á meðan við borgum er þeim borgið.

Ólán

Ég skal taka dæmi. Fyrir tæpum þremur árum keyptum við hús. Bara svona ósköp venjulegt hús sem meðalfjölskylda á meðallaunum í Reykjavík þarf að hafa yfir höfuðið. Og til þess þurfti lán. Töldum okkur þó ansi góð að eiga fyrir sirka helmingnum. En restin var tekin að láni. Þeir sögðu að þetta væri alveg voðalega gott lán. Lágir vextir og svaka þægilegar afborganir. Fengum útprentaða áætlun um greiðslur næstu þrjátíu árin, upp á krónu alla 360 mánuðina. Við létum því slag standa, skrifuðum undir með bros á vör og fluttum inn. Og á hverjum mánuði fær bankinn sitt. Fyrstu mánuðina gekk áætlunin nokkurn veginn eftir en smám saman fóru afborganirnar að hækka, fyrst örlítið í hverjum mánuði en svo fóru þær að taka tugþúsunda stökk. Og ekki nóg með það, nú skuldum við bankanum fjórum milljónum meira en þegar lánið var tekið fyrir tæpum þremur árum. Bölvað ólánið lækkar ekki með hverri afborgun eins og í öllum venjulegum löndum heldur hækkar það í hverjum einasta mánuði.

Kannski ekki nema von að fínir fjármálamenn í útlöndum eigi erfitt með að skilja velgengni íslensku ólánabankanna. Það skiljum við hins vegar mætavel og höldum svo bara áfram að borga.

Höfundur er stjórnmálafræðingur

 

Við þetta er afar fáu að bæta, öðru en því, að þar sem menn skrifa undir lánapappíra hér á Íslandi, hvar tekið er fram, að ekkert sé að marka það sem á pappírnum kemur af hendi bankans /Lánadrottins EN ef afborganir fari í vanskil, megi ganga á veðið, þá er ekki nema von, að fjármálamenn í Bretlandi klóri sér í haus.

 

Hef sjálfur reynt að skýra svona lagað Þýskum bankamanni, með áratuga reynslu í fjármálum.  Hann hristi bara sitt velsnyrta höfuð og sagði, að ,,það geti ekki verið löglegt, að breyta vöxtum, afborgunum og verðbótum að vild",--svoleiðis væri tukthússök í hans heimalandi.  Það gæti ekki verið í lagi, að sá sem getur breytt gengi með áhlaupi á gjaldmiðil, geti rukkað fyrir breytingarnar EFTIRÁ hjá kúnnum sínum

 

Miðbæjaríhaldið

hefur ætíð verið á móti ÖLLUM lögum um fjármál og auðlindir sem Kratar og Framsóknarmenn setja í sameiningu, s.b. Kvótalögin og Ólafslög um Verðtryggingu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

Þeir merku heiðursmenn , Jónas Haralz og Einar Benediktsson hafa sl mánuð birt tvö greinarskrif í Mbl.  varðandi Evrópumálin. 

Þetta eru reynslumiklir þekkingarmenn á því sem þeir fjalla um. Þeir leggja til ESB og evruna að undangengnum alvöruviðræðum . Þessi efnahags og peningastjórnunarmál okkar eru að ganga af fyritækjum og öllum almenningi í öreigaátt. 

Seðlabankinn kemur bara með ný og ný viðmið fram í tímann og nákvæmlega ekki nokkur hlutur stenst á þeim bænum- verðbólga bara eykst er nú í 14%  Og eins og fram kemur í grein Einars Bergmanns , þá væru allir þessir forystumenn fjármála - tugthúslimir í fjármálalegum siðuðum löndum- en ekki hér.

Við búum við svo sveigjanlegt hagkerfi - sveiganleikinn er aðeins á einn veginn- fólkið er svínbeygt og nákvæmlega sakma hvernig bankarnir sukka og sólunda- þeir geta alltaf treyst á sveigjanleika buddu fólksins í landinu.

Bjarni - hættum þessu rugli.  hefjum alvöruviðræður við ESB og myntmálin og komum hér á stöðugleika og fjármálkerfi eins og er hjá siðuðum þjóðum-, Ég er alveg búinn að fá nóg fyrir mig og hef miklar áhyggjur af börnum og barnabörnum undir þessu þrælahaldi... til framtíðar.

Sævar Helgason, 8.8.2008 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband