Auðvitða á að mótmæla fyrir utan, innan og allt um kring.

 

Kæru landsmenn, okkur ber að mótmæla inni, úti og allt um kring, að borgarfullrtúar kjósi að mynda með sér meirihluta og uppfylla lagalegar skyldur sínar.

 

Það var miklu miklu flottara þegar Dagur var Borgarstjóri í 100 daga með stuðningi VARA borgarfulltrúa, sem EKKI var einu sinni í flokki þeim sem átti að stjórna, skv. kosningu.

 

Hún hafði hætt stuðningi við klúbbinn en vildi samt vera memm.

 

Ekki hefur falskar Kvartett sungið skrækari rómi síðan lög um Sveitastjórnarkosningar voru sett.

 

Mótmælum Því sem heiðvirðir borgarar og látum í ljósi andúð okkar á því að VARAborgarfulltrúar megi ekki skrípla með Kvartettinum lengur.

 

Miðbæjaríhaldið


mbl.is Sleppa pöllunum en mótmæla fyrir utan ráðhúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þarfagreinir

Og já - sleppum því alveg að ræða síðasta meirihluta! Hann er gleymdur og grafinn, eins og dauður hundur. Ekkert hægt að læra af honum.

Þarfagreinir, 20.8.2008 kl. 13:26

2 Smámynd: Þarfagreinir

Nei nei - þetta var nú aðallega bara létt skens.

Í fullri alvöru vil ég hins vegar segja að það er margt rotið í borgarmálunum í Reykjavík, og ég tel að meinið sé ekki að leita hjá neinum einum flokki. Það hefur bara reynst afskaplega erfitt að mynda starfhæfan meirihluta - og auðvitað fylgir það pólitíkinni að menn eru oftast nær sannfærðir um eigið ágæti, og ágæti síns eigins flokks. Þess vegna mæra menn þá meirihluta sem þeir eiga aðild að, en níða niður hina.

Maður nennir eiginlega ekki að standa í karpi um þetta lengur, svo absúrd er það orðið ...

Ég hef sagt það áður og segi það aftur, að ég vona að þessi nýi meirihluti endist út kjörtímabilið og verði farsæll - komi góðu í verk fyrir borgarbúa. Held að borgin megi ekki við meiri farsa. Svo er bara að bíða næstu kosninga og sjá hvað þær bera í skauti sér.

Þarfagreinir, 20.8.2008 kl. 13:39

3 Smámynd: Sævar Helgason

Það er erfitt fyrir alla - hvar í flokki sem þeir standa- að svona skuli hafa gengið til  það sem af er kjðrtímabilinu í hðfuðborginni.  Eru borgarmálefni, þau sem borgarfulltrúar fjalla um, ekki orðin það flókin og viðamikil að það krefst heilmikillar þekkingar og reynslu að sinna þeim svo vel fari ?

Það leggur öllum flokkum ríkar skyldur á herðar að vanda vel til allt val á því fólki sem til þessa ábyrgðarhlutverks velst.  Prófkjör eru nútíminn svo gölluð sem þau nú eru. En er ekki lausnin sú að æðstu stjórnendur flokkanna setji mælikvarða á getu ,hæfileika og reynslu þeirra einstaklinga sem bjóða sig fram ? Skortir ekki verulaga þar á ?

Allavega svona uppákomur við stjórn höfuðborgarinnar ganga ekki . 

Sævar Helgason, 20.8.2008 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband