26.8.2008 | 11:36
Gakk hægt um gleðinnar dyr og gættu að þér.
EF menn ætla í alvöru að skoða mál þessa manns af einhverju viti en ekki tilfinningum, verður að leggja SÖMU mælistikur á það mál og ÖNNUR sem hingað til hafa verið afgreidd.
Einnig VERÐUR að skoða ásakanir ættingja og samlanda hans um hvaðeina, sem fram hefur komið í umræðunni sem frekar snerist um tilfinningar og litarhaft en lög og reglur, lög og reglur sem AÐRIR hafa þurft að beygja sig undir.
EF og AÐEINS EF, að yfirvöld ætli að breyta lögunum og þannig opna verulega landið fyrir þeim sem hingað koma á SÖMU forsendum og Páll þessi, geta menn veitt honum skjól og konu hans sem EINNIG er hér með ólöglegum hætti.
Hér eru allmargar vilpur sem réttarfarið getur hæglega fallið í og því vandi á höndum, vandi sem ekki er hægt, framtíðar vegna, skauta yfir vegna þrýstings og tilgerðalegrar mannúðar.
Muna verðum við, að MJÖG MARGIR FYLGJAST MEÐ NIÐURSTÖÐU ÞESSU máli.
Miðbæjaríhaldið
hvetur til varfærni í hvívetna.
Grátið af gleði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta er mjög góður punktur hjá þér Bjarni.
Menn þurfa að endurskoða hversu mikil áhrif fjölmiðlar hafa á lögvaldið, sérstaklega með tilliti til þess að frásagnir þeirra eru oft ekki í hlutlausa kanntinum.
Pétur (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 11:57
Ég var að hugsa það sama og þú, Bjarni; jafnræðið. Eru ekki tugir umsækjenda um hæli sem bíða og hafa beðið í eitt eða tvö ár eftir afgreiðslu? Nýtt "forréttindamál" virðist líka í uppsiglingu, eða mál Estherar eins og hún er kölluð. Mér þætti skömminni skárra að hleypa öllum athugalaust inn í landið en gera upp á milli umsækjenda.
Kolbrún Hilmars, 26.8.2008 kl. 12:01
Ég átta mig ekki á því af hverju þetta mál fékk sérstaka meðferð. Var það bara tilviljun að þessi maður ákvað að grenja í fjölmiðlunum og fá þar með samúð fólks? Mér finnst þetta gjörsamlega út í hött, lög og reglur eru til þess gerðar að fylgja og það sama VERÐUR að ganga yfir alla sama hvort fólk á nýfætt barn eður ei.
Ég bara á ekki til orð, verður þetta nú svona fyrir alla sem ekki eiga rétt á að vera hér? Grenja smá í fjölmiðlum og við tökum þeim opnum örmum og það er heil mótökusveit úti á Leifsstöð? Hvert fór skynsemin?
Hildur Sif
Hildur Sif (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 12:04
Loksins greindarleg umræða um mál sem ekki á að láta tilfinningasemi ráða. Það liggur ekkert fyrir um það að honum standi hætta af því að fara heim til sín aftur og uppfylli þar af leiðandi skilyrði pólitískra flóttamanna. Og maðurinn segir að þetta sé sigur fyrir íslenskt réttarkerfi! Hvernig er mögulega hægt að fá það út? Eflaust er þetta hinn mætasti maður en tilfinningar og hóphystería mega ekki ráða för í svona málum, þá er voðinn vís.
Baldur (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 13:40
Tek efnislega undir þetta hjá þér , Bjarni
Sævar Helgason, 26.8.2008 kl. 14:19
Blalala auðvita fær hann sömu málsferð og tengdadóttir Jónínu hvað annað.
Mér finnst alveg sjálfsagt að hann fái svoleiðis meðferð.
Talandi um að hann hafi grenjar í fjölmiðlum, tengdadóttir Jónínu þurfti þess ekki en hvers vegna var hennar má afgreitt svona fljótt ?
Það er skömm af því að halda útlendingum í gíslingu í marga mánuði eða jafnvel ár.
Kærleiks kveðja til ykkar allra ég dáist að því hve kærleiksrík þið eruð.
Ásgerður
egvania, 26.8.2008 kl. 14:21
Ásgerður, það er Alþingi sem veitir ríkisborgararétt - ekki Útlendingastofnun. Svona til fróðleiks, þá var ÚS aldrei spurð álits varðandi Bobby eða tengdadótturina.
Kolbrún Hilmars, 26.8.2008 kl. 15:53
Min vegna mega Paul Ramsen og fjølskylda hans bua å Islandi eins lengi og thau vilja, mer finnst thetta mål ekki snuast um thau. Målid snyst um vanhæfa politikusa, sem ad thegar their uppgøtva ad their geta komid fram i fjølmidlum sem einhverjir miskunnsamir Samverjar, hika ekki vid ad brjota løg og reglur og mismuna folki med gedthottaåkvørdunum. Thetta synir hvers konar bananalydveldi Island raunverulega er. Hver vill ekki hjålpa folki sem vill eignast betra lif fyrir sig og sina? En thad eru løg og reglur sem verdur ad fylgja og politikusarnir å Althingi, sem settu løgin, eiga ad fylgja theim! Svo å ad kenna starffolki Utlendingastofnunar um ad hafa gert mistøk i thessu måli!!! Thvilik lågkura hjå thessu aumu politikusum.......
Þórarinn Jóhann Jónsson (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 08:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.