Kann Darlig EKKI EES og ESB reglur???

Ef þessi frétt er sönn, sem ég efa ekki mjög, lítu rút fyrir að bæði Darling fjármálaráðherra Bretlands OG forsætisráðherra sama lands, KUNNI EKKI REGLUR UM BANKAVIÐSKIPTI Á EVRÓPSKA EFNAHAGSSVÆÐINU. 

Það væri bara fyndið.

 

Reglur um ábyrgð á innistæðum sparifjáreigenda á EES svæðinu eru þær sömu og í ESB svæðinu.

 Fjalla um að gistilandið beri FYRST ábyrgð, samkvæmt þarlendum reglum SVO heimaland bankastofnana.

Halló!!!!!!!!

Er einhver heima í kollinum á þessum fyrrum Kommum????

Ef einhverjir ættu að sega af sér væru það einna helst þessir ráðherra breska Heimsveldisins.

Kunnáttuleysi þeirra er ótrúlegt.

 

En það hentar ekki fjölmiðlungum okkar að fjalla af alvöru um neitt seem er neikvætt um EES ESB

Miðbæjaríhaldið


mbl.is Samtal við Árna réð úrslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Auðunsson

Þetta er ekki svona einfalt. Þetta á við um skráð dótturfélög. Því á þetta við um Kaupþing. Þar sem Landsbankinn var með útibú í Bretlandi þá er litið á að "heimalandið" sé Ísland, svona svipað og að útibú á Akureyri gerir það ekki að verkum að bankinn sé "Akureyrskur".

Guðmundur Auðunsson, 9.10.2008 kl. 14:04

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Ég ráðfærði mig við lögfræðing með EES -bixið sem sérsvið (Evrópurétt)  Hann telur algerlega ótvírætt, að banki, sem ekki starfi undir starfsleyfi viðkomandi ,,Heima-Banka" falli undir ákvæði um, að ,,gistilandið" eins og hann nefndi það, bæri ábyrgð á innlánum upp að þeim mörkum sem INNLENDAR reglur kveði á um og ef svo að reglur ,,Heimalands" séu ríkari, bæti það svo áfram ,--frá þeim upphæðum sem gistilandið hætti og að þeim mörkum, sem almennt gildi í því landi.

Þessvegna fullyrði ég svo fast, að það sé fyndið, að ráðamenn Stóra -Bretlands, kunni ekki betur reglurnar um fjórfrelsið.

Með virðingu

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 9.10.2008 kl. 14:21

3 Smámynd: Guðmundur Auðunsson

Þetta var netbanki, sem vissulega starfaði í Bretlandi en var samty útibú frá Landsbankanum Íslandi. Því held ég að þú hafir rangt fyrir þér.

Guðmundur Auðunsson, 9.10.2008 kl. 14:39

4 Smámynd: Sigurjón Sveinsson

Þetta sem Bjarni á við er Kaupþing, og árás Breta á Kaupþing í Bretlandi. Landsbankinn var með útibú í London og því bera íslensk stjórnvöld ábyrgð á þeim innlánum, en ekki þeirra hjá Kaupþingi.

Og nota bene, það voru aðgerðir Breta sem sendu Kaupþing í þrot, ekki lausafjárþurrð.

Sigurjón Sveinsson, 9.10.2008 kl. 23:52

5 Smámynd: Guðmundur Auðunsson

Sigurjón, það er nákvæmlega sem ég sagði, þetta á við um Kaupþing en ekki Landsbankann. Darling var að kvarta yfir Icesave/Landsbankanum, ekki Kaupþingi. Bresk stjórnvöld gera sér fyllilega grein fyrir að innistæður Kaupþings í Bretlandi eru tryggðar þar í landi. Bjarni virðist hafa ruglað stöðu þessara tveggja banka saman.

Guðmundur Auðunsson, 10.10.2008 kl. 11:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband