11.12.2008 | 13:37
Mikið liggur við, að komast yfir auðlindir okkar, aþr sem þeirra eru löngu nýttar í topp.
ÞEtta er sami maðurinn og sagði, að EKKI YRÐU GEFNAR NEINAR TILSLAKANIR vegna fiskveiða og annars, í þeim efnum.
Það er eins og ég hef ætíð sagt --ekki orð að marka þetta lið, sem vill komast yfir okkur og sjúga allt út.
svona að lokum til umhugsunar fyrir ESB sinnana. halda þeir að Bretar muni strjúka okkur blíðlega þegar þeir haf ÖLL okkar ráð ´sínum höndum með því að við höfum ekki nema 4 atkvæði á móti yfir 750 það er 0,5% atkvæðastyrkur okkar.
Nú er samnignsstaða ookkar við ESB 50% við samningaborðið.
Landsölulýður á borð við Krata getur hugsanlega viljað fara þarna inn en EKKI þjóðhooli ´´islendingar sem vita, að virðing er engin fyrir þeim sem leggst lúpulegur niður og vælir.
Á hvað skólalóð ólust þessir skýjaglópar upp?
ÞAr gilda nefnilega sömu lögmál og í svona klúbbum, sá sterksti ræður og sá sem ekkert reynir, fær ekki virðingu.
ESB býr sig undir umsókn frá Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Maður er kominn með nóg af svona upphrópunum. Hvernig vitum við hvað ESB þýðir fyrir okkur án þess að hefja viðræður? Og þó að við fáum engar tilslakanir í sambandi við sjáfarútveg þá getur það samt verið fínt mál að fara þarna inn. Það er enginn sem segir að það muni allir koma hingað og veiða allt frá okkur. Við þurfum bara að hefja viðræður svo við vitum um hvað við erum að tala. Við viljum viðræður! Hitt kemur svo bara í ljós...
Gunnar (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 13:50
Það er ekki neitt val og samningar. nærðu þessu ekki Gunnar? skiluru ekki hvað ESB er? annað hvort ertu með í öllu eða að þú stendur fyrir utan. þetta er ekki hlaðborð þar sem þú færð að velja hvað þú vilt. þetta er mötuneyti og allir fá sama grautinn í sömu skálarnar.
Fannar frá Rifi, 11.12.2008 kl. 13:56
Nokkrar skemmtilegar staðreyndir um ESB:
- Stærsta ríkið í ESB er með 99 þingenn af 750, Þýskaland. Miðað við höfðatölu ætti Þýskaland að hafa 125 þingmenn. Fáum 4-5 þingsæti af 750. Miðað við höfðatölu ættum við að fá 0,5 sæti. Þetta þýðir það að við fáum mun meiri hljómgrunn innan ESB en önnur stærri lönd miðað við höfðatölu.
- Evrópuþingin skiptist ekki eftir löndum heldur eftir flokkadráttum. Hægrimenn hópast með hægrimönnum, vinstri með vinstri osfrv. Þetta leiðir til þess að flokkar verði öflugri hér heima með því að skiptast á skoðunum við sína skoðunarbræður í Evrópu of efla þannig þeirra málstað.
- Tekjur Íslendinga af fiskútflutningi sem hlutfall af þjóðarframleiðsu er um 40%. Tekjur ESB af fiskútflutningi sem hlutfall af þjóðarframleiðslu er 1%. Tekjur Norðmanna af fiskútflutningi sem hlutfall af þjóðarframleiðslu er rúmlega 2%. M.ö.o, fiskveiðar í ESB er nánast tómstundagaman og á því ekkert sammerkt með okkar sjávarútvegi. Þetta þýðir það að það er borðliggjandi að Íslendingar fái að semja um fiskinn á öðrum forsendum líkt og önnur lönd ESB hafa fengið að semja um sínar mikilvægu auðlindir hverju sinni (Svíar um skóginn sinn osfrv.).
Legg svo til að menn lesi sig meira til um ESB og taka svo upplýsta umræðu um málið en ekki styðjast við upphrópanir sem hljóma vel en eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Það sem ég hef lesið mig til um ESB þá eru þarna stórkostleg tækifæri fyrir okkur sem þjóð, svo lengi sem við náum góðum samningum varðandi blessaða fiskinn okkar.
Kv. Svíi
Svíi (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 14:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.