Það skil ég afar vel.

 

Hvernig dettur nokkrum heilvita manni í hug, að menn vilji takast á við það embætti sem í boði er?

Ekki get ég ímyndað mér, að nokkurn fýsi sérstaklga að láta ata nafn sitt auri fyrir það eitt að vera svo sendur til baka með allt klabbið af Dómstólunum og háðung í kaupbæti.

 

Baugsmálið drap þá litlu möguleigka sem voru á, að nokkur legði til atlögu við eitthvað sem er flóknara en sjoppurekstur eða kleinusteikingar í bílskúrum.

Fjölmiðlarnir hafa síðan gersamlega bólusett menn fyrir öllu sem gæti verið nefnt víðsýni og ,,sanngirni" og að allir skuli vera jafnir fyrir dómstólunum.

Fjölmilalöggjöfin var drepin af fjölmiðlunum sjálfum og grunnhyggnum stjórnmálamönnum, sem sáu fljóttekið fylgi og óánægju með ,,hina" í pólitíkkinni.

Niðurstaðan liggur fyrir,  þjóðfélagið er falt bröskurum út í heimi og þeir sem ættu að vara að gæta höfuðdjásna þjóðarinnar eru að bjóða allt falt,- banka (með veðum í fiskveiðiauðlindinni og fallvötnum og hvaðeina) - orkuver, sem eru föst í samningum til margra ára (sem þýðir eingöngu, að hugsanlegur arður er í minna viðhaldið og að ganga á eignir sem útlendingar gera hiklaust)

Allt í þeirri Von að þá munum við eignast ,,VINI" í útlöndum eftir að hafa gefið þeim bankana að veði fyrir gambli þeirra með Krónubréf og þessháttar. 

Þessir vinir verða fljótt að Herrum og svo Húsbændum.

 

Vei þessu undirlægjuliði.

Miðbæjaríhaldið

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Enginn sótti um embætti sérstaks saksóknara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Hvaða dellumekerí  er þetta með "sérstakan" saksóknara.  Þetta hljómar nákvæmlega eins og einhver hvítþvottarnefnd. Af hverju má saksóknari ríkisins ekki taka á þessu. Margir málsmetandi menn telja að stjórnvöld hafi gerst sek um landráð af gáleysi. Dettur einhverjum heilvita manni í hug að einhver skipi sérstakan saksóknara sem muni síðan rannsaka og ákæra þá sjálfa?

Sigurður Þórðarson, 3.1.2009 kl. 11:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband